Heimilisritið - 01.01.1948, Blaðsíða 4

Heimilisritið - 01.01.1948, Blaðsíða 4
Alexander og Leonarda Smásaga eftir snilling- inn Knut Hamsun, þýdd af Hannesi Sigfússyni HEIMA VAR straumáll sem hét Glimma. Og það var einu sinni tatarapiltur sem hét Alex- ander. Við þennan Alexander átti ég eitt sinn samtal í Aker- húskastalanum þar sem hann var í haldi fyrir nauðgun. Nú les ég í blöðunum að þessi hættu- legi glæpamaður sé dauður, — fangavistin hefur orðið honum að bana. Við mig sagði hann að hann hefði einu sinni komið stúlku fyrir . .. En nú er frásögn hans mér of rík í huga og ég álpast út í hana miðja. Látum oss byrja á byrjuninni. Það eru meiri- og minniháttar útvegsbændur í Norður-Noregi. Og stórútvegsbóndinn er vold- ugur maður með síldarnót og bryggju og fullan hjall. Hann klæðist ívið of stórum og þykk- um fötum til að sýnast gildari, en það er tákn þess að hann hafi efni á að éta vel. Hann dregur aldrei að greiða gjöld sín til pests eða yfirvalds. Eyrir jólin liefur liann heim með sér full- an brennivínskút. Það er fljót- séð hvar stórútvegsbóndi er til húsa, hann borðklæðir hús sín og málar þau rauð með hvítum gluggum og dyrum. Og börn hans eru auðþekkt af ýmsum dýrind- um er þau ganga til kirkju. I vör Jens Olai stórútvegs- bónda lenti eitt sinn hópur tatara. Það var snemrna um vor- ið. Tatararnir komu í eigin báti og voru undir forystu Alexand- ers gamla „Splint“, þriggja álna risa. Á land steig föngulegur maður rúmlega tvítugur og gekk upp að húsi Jens Olai til að betla. Það var Alexander yngri. Þetta gerðist þegar ég var í æsku. Við börnin þekktum Alexander, hann hafði leikið sér við okkur þegar hann var unglingur og skipzt við okkur á gylltum hnöppum og öðrum smáhlutum úr málmi. 2 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.