Heimilisritið - 01.01.1948, Síða 4

Heimilisritið - 01.01.1948, Síða 4
Alexander og Leonarda Smásaga eftir snilling- inn Knut Hamsun, þýdd af Hannesi Sigfússyni HEIMA VAR straumáll sem hét Glimma. Og það var einu sinni tatarapiltur sem hét Alex- ander. Við þennan Alexander átti ég eitt sinn samtal í Aker- húskastalanum þar sem hann var í haldi fyrir nauðgun. Nú les ég í blöðunum að þessi hættu- legi glæpamaður sé dauður, — fangavistin hefur orðið honum að bana. Við mig sagði hann að hann hefði einu sinni komið stúlku fyrir . .. En nú er frásögn hans mér of rík í huga og ég álpast út í hana miðja. Látum oss byrja á byrjuninni. Það eru meiri- og minniháttar útvegsbændur í Norður-Noregi. Og stórútvegsbóndinn er vold- ugur maður með síldarnót og bryggju og fullan hjall. Hann klæðist ívið of stórum og þykk- um fötum til að sýnast gildari, en það er tákn þess að hann hafi efni á að éta vel. Hann dregur aldrei að greiða gjöld sín til pests eða yfirvalds. Eyrir jólin liefur liann heim með sér full- an brennivínskút. Það er fljót- séð hvar stórútvegsbóndi er til húsa, hann borðklæðir hús sín og málar þau rauð með hvítum gluggum og dyrum. Og börn hans eru auðþekkt af ýmsum dýrind- um er þau ganga til kirkju. I vör Jens Olai stórútvegs- bónda lenti eitt sinn hópur tatara. Það var snemrna um vor- ið. Tatararnir komu í eigin báti og voru undir forystu Alexand- ers gamla „Splint“, þriggja álna risa. Á land steig föngulegur maður rúmlega tvítugur og gekk upp að húsi Jens Olai til að betla. Það var Alexander yngri. Þetta gerðist þegar ég var í æsku. Við börnin þekktum Alexander, hann hafði leikið sér við okkur þegar hann var unglingur og skipzt við okkur á gylltum hnöppum og öðrum smáhlutum úr málmi. 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.