Heimilisritið - 01.01.1948, Blaðsíða 17
— Nei, hann er alveg mátu-
legur. Eg ætla að skrifa tvö orð
enn:
„Þér eruð mitt ídeal“.
Augu stíílkunnar nema staðar
við seinasta orðið.
— Þetta er alls ekki „Ideal",
vinur, þetta er „Rustica“.
— Viljið þér ger'a svo vel að
lofa mér að reyna annan!
— Vessgú, herrá!
Skriftarprófið heldur áfram:
,3íaður á að skrifa allt það,
sem maður getur ekki sagt með
orðunum einum“.
— Viljið þér mæla með þess-
um? spyr stúlkan.
í hvert sinn sem hún segir
eitthvað við hann, fær liann hita
í kinnarnar. Ahrifin sjást á
ski-iftinni.
— Augnablik, kannske ég
ætti að prófa oddinn betur.
„g h i j k 1. Ég hef aldrei þor-
að að segja, að ég elska yður“.
Afgreiðslukonan:
— Vill frökenin kannske prófa
sjálfblekunginn líka?
Fallega stúlkan tekur við
pennanum í glófaklædda hönd
sína og skrifar:
„hshshshshs. Eruð þér þá mál-
laus? Eða hvað meinið þér?“
— Jú, það er ansi þægilegt
að skrifa með honum.
— Það gleður mig, að fröken-
inni lízt vel á hann. En við höf-
um líka sérstaklega fína penna á
22.5 krónur, ef herrann vill
kannske reyna þá.
—* Takk fyrir.
„M N O P Q. — Óframfærnin
hefur bundið tungu mína. Ég er
einn af þeim, sem þjáist af kom-
pleksum. Hef ekki nema 900
lcrónur á viku. En elska yður
samt. m n o p p p p p p“.
Afgreiðslukonan aftur:
— Já, ég mæli eindregið með
þessum. Hann er dýr, en líka
fyrirtak. Reynið sjálfar, fröken!
— Já, takk fyrir.
„Skrifstofumaður, skrifstofu-
maður þ þ þ þ þ’ þ ... Hvers
veffna hafið bér eklci sagt þetta
miklu fyrr? Ég hef lítinn spegil
fyrir ofan skrifborðið mitt. í
honum hef ég séð yður við skrif-
borðið yðar hvern einasta dag“.
IJm leið og hún snýr sér að af-
greiðslukonunni segir lrún:
— Ég verð að vera yður sam-
mála, því þetta er fyrirtaks
penni.
Og við manninn:
— Finnst yður ekki?
Hann tekur við honum án þess
að svara og reynir hann síðasta
sinni með þvf að skrifa neðst á
blaðið:
„r s t u v x v z þ æ ö — Elskið
þér mig raunverulega?"
— Já, ég held. að þetta sé á-
reiðanlega einhver bezti sjálf-
blekingur í heimi. segir hann
upphátt.
HEIMILISRITIÐ
15