Heimilisritið - 01.01.1948, Side 45

Heimilisritið - 01.01.1948, Side 45
inn og gusaði út úr sér hlátrin- inn, sein hann hafði haldið niðri í sér ura morguninn af svo mik- illi stillingu. „Þér megið kalla þetta livað sem þér viljið og skýra það livernig sem þér viljið. En það má guð vita, að ég skal aldrei kallað það annað en krafta- verk!“ Tatióeruð mynd tekin burt. „EF ÞÉR viljið fara úr, skal ég skoða yður“. Flestir sjúklingar, sem fúsir eru að gangast undir læknisað- gerð, láta sig ekki muna um að fara úr fötunum frannni fyrir lækninum. Frans X, sem hafði verið fluttur á spítalahn vegna botn- langabólgu, var sýnilega undan- tekning frá þessari reglu. Þegar ég kom inn í stofuna, þar sem verið var að búa hann undir að- gerðina, heyrði ég hávært sam- tal. Aðstoðarmaðurinn mælti svo: „Ég verð að fá að raka yður. Ég verð að fá að gera það. Svona nú. Læknirinn skipaði svo fyrir“. Þá tók til máls veikari rödd, skjálfandi af ótta og ákefð: „Nei, ég leyfi það ekki. Ég skal ekki leyfa það! Æ, þetta þýðir ekki“. Aðstoðarmaðurinn sneri sér að mér í ráðaleysi og þykkju. „Hann bannar mér að taka af sér skýluna“. Frans horfði á mig með ótta- svip, svo að ég sendi aðstoðar- manninn burt og settist hjá skjálfandi manninum. „Verið þér nú vænn“, sagði ég. „Það er ekkert að óttast. Hvað er að yður? Þér skuluð segja mér það“. „Það þýðir ekki n'eitt, læknir. Það þýðir ekkert. Ég get ekki látið skera mig upp. Látið mig deyja“. Ekki veit ég, hve langan tíma tók að tala um fvrir manninum. Að lokum gafst hann upp og sagði mér levndarmál sitt. „Þegar ég var átján ára“, sagði hann, „var ég í franska flotanum. Allir .stárkarnir höfðu tattóeringar á höndunum, handleggjunum og um allan kroppinn. Mér geðjaðist ekki að þessu, og ég held að þeir hafi orðið þess varir og viljað jafna á mér. Svo helltu þeir mig full- an eitt kvöld“. „Ég var svo drukkinn, að ég vissi ekki hvað við mig var gert. Þegar ég vaknaði um morguninn og sá myndina á kviðnum á mér — æ, læknir, ég gat ekki horft á hana. Mér varð flökurt af því. Ég náði mér í þessa skýlu til að fela hana, eins fljótt og ég gat. Ég hef aldrei tekið hana af mér síðan. Ef konan mín sæi þetta! HEIMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.