Heimilisritið - 01.04.1949, Síða 14

Heimilisritið - 01.04.1949, Síða 14
þeirra“. Svipaðar yfirlýsingar bárust frá Afganistan, Hondur- as, Islandi og Noregi. Skýrslur frá tveimur löndum, þar sem ekki einungis hvít þrælasala, heldur og venjuleg þrælasala, er algeng, létu ekki sjá sig. En því er svo varið, að livít þrælasala og þrælahald er algengt í Saudi-Arabíu og Yemen. Það virðist því full ástæða til, að skýrslur hefðu ver- ið birtar frá þessum tveimur löndum, þó ekki væri til annars en bæta úr alvarlegri vanrækslu í fyrstu skýrslugerð S. Þ. í löndunum umhverfis Rauða- hafið er þrælasala virðulegur at- vinnuvegur. Þannig hefur það lengi verið. I Súdan, Sómalílandi og einkum í Abessyníu var þrælahaldið aðal tekjulind manna öldum saman. Þræla- kaupmennirnir urðu ríkir, og fólkið í Suakin — sem eitt sinn var helzti verzlunarstaður í Súdan — sagði gortandi: „Við þurfum ekki að sá og uppskera, við ræktum þrælana“. Anauðin var atvinna, álíka og að vera trésmiður eða skóari. Þrælar stóðu skör hærra en venjuleg vinnuhjú — þeir voru aldir upp kynslóð fram af kyn- slóð í húsi þrælaeigandans. Það var ekki sjaldgæft, að þrælaeig- andinn kvæntist einhverri dótt- ur þræla sinna — en tengdafólk- ið varð þrælar eftir sein áður. Strax er Bretar höfðu hertek- ið Aden í Indlandshafi — fyrir meira en hundrað árum — hófu þeir krossferð gegn þessu man- sali. Þrátt fyrir viðleitni þeirra, hélst þrælahaldið í stórum stíl fram yfir 1920. Þá urðu meiri- háttar breytingar. Fyrst og fremst komst Súdan undir yíir- ráð Breta, og hin gjörspillta, egipzka landstjórn vék fyrir enskum embættismönnum, sem bönnuðu þrælasölu. I öðru lagi sótti Haile Selassie um inngöngu í þjóðabandalagið, þegar hann var búinn að ná yf- irráðum í Abessyníu. England bar því við, að Abessynía væri stærsti þröskuldur í vegi fyrir því, að hægt væri að hreinsa Rauðahafssvæðið af þrælahaldi. Bandalagið lagði til, að Abess- ynía afnæmi þrælahald. Haile Selassie gekk að þeim kosti og stóð við orð sín. I Abessyníu er ekkert þrælahald, en'da þótt þrælakaupmenn reyni oft að teygja klærnar inn fyrir landa- mæri hennar. BRETAR HAFA ekki tekið sömu afstöðu til annarra landa, sem sótt hafa um inngöngu í S. þ. Þegar umsóknir Saudi-Arabíu og Yemen voru til umræðu, hreyfði enginn þessu viðkvæma máli, og það er ekki að sjá, að 12 HEIMHiISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.