Heimilisritið - 01.04.1949, Side 21

Heimilisritið - 01.04.1949, Side 21
hans til og frá brautarstöðinni. Og svo, allt í einu, óvænt, gerðist það. Eins og hún hafð'i vitað, að það myndi gerast, þrátt fyrir efasemdirnar í hjarta hennar. ROGER hringdi eitt sumiu- dagskvöld, þegar hann vissi, að hún myndi vera heima, og Peg og Peter sofnuð, og gat vonast eftir, að John hefði lagt sig út af á legubekkinn eftir kvöldverð. „Ég verð að hitta þig, Cathy“. Röddin var þrungin margra ára þrá og örvæntingu, sem hafði verið bæld nið'ur, en brauzt nú fram ómótstæðilega. „Ég ek niður veginn að kránni til að kaupa vindlingapakka. Segðu, að þú ætlir að ganga dá- lítinn spöl. Ég skal taka þig upp í bílinn, þegar ég kem til baka. Komdu, Cathy — gerðu það. Ef þú hefur nokkurn tíma fundið til með einhverjum“. Höndin, sem hélt um sím- tækið, titraði. Það’ var sem tungan væri lömuð í munni hennar. Öll orðin, sem mótast höfðu í huga hennar, voru gleymd. Hún lagði frá sér sím- ann án þess að gefa frá sér nokk- urt hljóð. Hún leit inn í stofuna og sá, að John var steinsofandi. Það var eins og hún væri í svefn- göngudvala, er hún skriíaði á miða: Fer út að ganga. Kem eft- ir nokkrar mínútur. Svo gekk hún út í lygnt og hlýtt vorloftið. Hún gekk beina leið' til móts við það, sem hjarta hennar hafði þráð lengi. Hún kom auga á bíl með dauf- um ljósum. Henni kom í hug, að Emily myndi líka hafa sofn- að, annars hefði Roger ekki stöðvað bílnn svona nálægt heimilum þeirra beggja. Húsin stóðu andspænis hvoru öðru við götuna. Svo sá hún hann slökkva ljósin, er hún flýtti sér til hans, en þó aldimmt væri, vissi hún nákvæmlega hvar hún myndi finna hann, aflið, sem dró þau hvort að öð’ru vísaði henni beina leið þangað, er hann beið henn- ar. Allt, sem hún liafði beðið eft- ir margar einverustundir, vai í rödd hans, þegar hann talaði til hennar. „Ég elska þig, Cathy. Ég hef elskað þig árum saman. Ég elska þig svo innilega, að ég get ekki verið án þín. Það hefur verið eins og helvíti fyrir mig, og ég afber það ekki Iengur“. Hún hafði þráð þessa arma og þessar varir. Nú var allt, eins og hana hafði dreymt um, að það yrði einhverntíma; og hún hvíldi i örmum hans nokkur augnabilk, öll kvöl og sjálfsaf- neitun horfin. Hún trúði nú, og HEIMILISRITIÐ 19

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.