Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 30

Heimilisritið - 01.04.1949, Blaðsíða 30
stað. Ég gat ekki fundið upp á öðru til að byrja sarntal með. Að efnið var nokkuð ófrumlegt og alveg óþarft, gerði ekki svo mikið til. „Já“, sagði hann aðeins og lét sem honum kæmi það ekki við. Það var fremur leiftrið frá nýrri eldingu heldur en bílljósin, sem sýndu mér skiltið, um leið og við ókum fram hjá því. Á skiltinu stóð: „Ríkisfangels- ið“, og maðurinn hafði svo mik- inn áhuga á því, að hann snéri sér við og horfði á það, þangað til það var úr augsýn. Sjálfur fann ég ekki til neins ótta enn- þá. Ég reyndi aftur að koma af stað' samræðum. „Ætlið þér langt?“ spurði ég. „Það er undir því komið . . .“ byrjaði hann, en þagnaði svo skyndilega. „Hann má svo sem hafa það eins og- hann vill“, hugsaði ég ergilegur, því að satt að segja hafði ég búist við að eiga skemmtilegar samræður. Nú þagði ég og kveikti á út- varpinu. Hann hafð'i lagt bögg- xd sinn í sætið á milli okkar, og þegar ég teygði hendina yfir lxann að útvarpinu, lagði hann höndina snögglega á hann. „Þetta er grunsamlegur ná- ungi, sem þú hefur tekið upp í“, sagði ég við sjálfan mig. Vélin malaði eins og kettling- ur. Ég var ánægður með að hafa valið einmitt þennan vagn. Ég hafði skoðað marga mismun- andi vagna, áður en ég ákvað mig. ÚTVARPIÐ var einnig alveg óaðfinnanlegt. Jafnvel í þessu óveðri, þar sem eldingarnar lýstu upp himininn, gat maður . heyrt greinilega í því. Um leið og ég kveikti, byrjaði dimm rödd að tala í hátalarann. „. . . auðkennilegur. Ég endur- tek: Þessi strokuíangi er mjög hættulegur glæpamaður. Ef þér verðið var við hann, skuluð þér samstundis snúa yður til Ríkis- fangelsisins, eða til næstu lög- reglustöðvar . . . Nii verður dagskránni haldið áfram . . .“ Hann virtist' stara beint fram fyrir sig, en ég var viss um að hann hafði auga með mér. Ég var að reyna að finna upp á ein- hverju til að' segja, einhvei’ju, sem hljómaði ekki grunsamlega. „Það er eins og einhver hafi strokið úr Ríkisfangelsinu“, sagði ég að l.okum. „Eruð þér hræddir?“ spurði hann. Röddin var hás og hvíslandi. „Nei“, svaraði ég, og það var satt. „Það var annars sagt, að hann væri hættulegur glæpamaður“. 28 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.