Heimilisritið - 01.04.1949, Page 53

Heimilisritið - 01.04.1949, Page 53
Undravert minni ejtir Dr. Einar Sigmund HIÐ IJNDRAVERÐA minni, sem einstaka manneskjur eru gæddar, hefur komið í ljós á mörgum sviðum. Við skulum byrja á orðminni — hæfileikanum til að muna orð. I gamalli bók um minnisþjálf- un er eftirfarandi frásögn: I Padua bjó, líklega á 18. öld, ungur Korsíkumaður, frægur af minni sínu. Eitt sinn spurði vin- ur hans, hvort hann vildi gang- ast undir prófraun. Það vildi hann gjarnan. Vinur hans las síðan upp fyrir honum siíka runu af orðum á latínu, grísku, hebresku og öð'rum málum, að bæði hann sjálfur og sá, sem skrifaði þau niður, urðu dauð- þreyttir, að því er sagt er. Því næst byrjaði Korsíkumaðurinn að þylja orðin, fyrst í réttri röð, síðan aftur á bak, þá í réttri röð annað'hvert orð, og að lok- um öll orðin í hvaða röð, sem um var beðið — stöðugt reip- rennandi og án villu. Þetta má víst kallast undravert? Það eru til margar yngri frá- sangir um slíkt minni. Um þýzka ríkiskanslarann Btilow (1849— 1929) er sagt, að ef maður læsi fyrir hann tvær fyrstu línurnar á síðu í bók, sem hann hefði les- ið áð'u r, sama fyrir hve löngu, gæti hann þulið hana orðrétt úr því. Hinn mikli danski málfræð- ingur, Madvig (1804—86) og kunnur stjórnmálamaður á sama tíma, Krieger (1817—93) kornu sér einu sinni saman um að keppa um það, sér til gamans, að læra utanað tvær síður af smáauglýsingum „Auglýsinga- blaðsins“. Þeir fengu hálfa klukkustund til þess arna, og var síðan hlýtt yfir. Báðir kunnu orð'rétt. En Madvig gat auk þess þulið allar auglýsing- arnar aftur á bak. Þá gafst Krieger upp. Kunnasti Norðmaður, sem HEIMILISRITIÐ 51

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.