Heimilisritið - 01.04.1949, Síða 57

Heimilisritið - 01.04.1949, Síða 57
alvarlega, það var aðeins kvef, en John sótti lækni, hversu mjög sem hún mót- mælti. Jana ætlaði að hjúkra henni, en var hafnað. „Sendið mér gamalt, enskt romm úr kjallaranum," hóstaði Ágústa. „Farið þið svo og skemmtið ykkur.“ Jackson og Bettina fóru ásamt föð- ur hennar með Carsden. Um kvöldið borðuðu John, Prisilla og Jana ein. Án nokkurs fyrirvara fræddi John Priscillu á því,. að hann hefði fengið bréf frá Cromore. Enginn dráttur bærðist í and- liti Priscillu. Cromore lét þess getið, að hann væri á leið til New York á snekkj- unni, bætti John við. Efrir stutta þögn breytri Priscilla öldungis um umræðu- efni og spurði John, hvaða álit hann hefði á japönsku sendinefndinni til Was- hington. John virtist undrast þessa spurningu. Allan tímann, sem Jana hafði verið hjá Priscillu — það voru orðnar fimm vikur — hafði hún aldrei sýnt neinn áhuga á opinberum málum. John svaraði: „Cromore álítur, að við getum ekki treyst þeim. Hann minnist á það í bréfinu.“ Hvers vegna beindi hann talinu aft- ur að Cromore? Til að kvelja Priscillu? Jana óttaðist rifrildi, en hættan leið hjá án þess Priscilla fengi eitt af sínum venjulegu reiðiköstum. Þvert á móri, hún brosti allt í einu og sagði: ,Ef þú skrifar Bill, þá segðu honum, að hann skuli ekki búast við mér í New York um jólin.“ „Ég geri það,“ svaraði John. Svo gcrði Ágústa þeim boð; henni liði nú miklu betur og bæði þau að ko'ra upp til hennar. Næsta morgun — það var hressandi svalur, sólríkur haustdagur — riðu John og Jana út tvö ein. í fyrsta sinn síðan kvöldið í New York, voru þau ein sam- an. Lengi vel töluðu þau ekki saman. Svo fór hann að segja frá lífi sínu, eins og Priscilla hafði gert. Ohamingjusöm bernska, ekkert fjölskyldulíf, fóstrur, einkakennarar, hrakningar úr einum ríkradrengjaskólanum í annan, alltaf of miklir peningar. Hann ætlaðist ekki ril samúðar, en talaði fremur eins og hann hugsaði upphátt, eins og hann væri að undirbúa jarðveginn fyrir eitthvað ann- að, er hann ætlaði að segja henni. „Ég vann einu sinni í námu. Ég ætlaði að byrja neðan frá, því ég hafði einhvers staðar lesið, að aðrir hefðu gert það með góðum árangri. En mér fannst það brátt fábjánalegt — og eintóm látalæri. Sann- leikurinn er sennilega sá, að mér hefur aldrei fundizt mikið vit í þessu lífi. Ég verð fljótt leiður á flestu.“ Þcgar þau komu heim, var Priscilla að setja bílinn í gang. Þau námu stað- ar. „Sé ykkur á morgun,“ hrópaði hún um leið og hún ók burt. „Veiztu hvert hún er að fara, Jana?“ „Nei.“ John starði þungbúinn á eftir bíln- um. En þegar hann sneri sér við, brosti hann. „Þá getum við verið tvö ein allan daginn, Jana,“ sagði hann. En honum skjátlaðist. Ágústa frænka kom niður til hádegisverðar og varð kyrr hjá þeim. John var alúðlegur og nærgætinn við hana, en Jana sá, að hann varð æ taugaóstyrkari og að hann reyndi að leyna óþolinmæði sinni. Jana tók ekkert nærrj sér að sjá hann iða í skinn- inu. Ágústa borðaði einnig kvöldverð með þeim. Priscilla hafði ekki sagt henni, að HEIMILISRITIÐ 55

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.