Heimilisritið - 01.04.1949, Síða 61

Heimilisritið - 01.04.1949, Síða 61
samstundis spilunum og flýtti sér inn í skrifstofuna. John horfði á eftir henni, auðsjáanlega gramur. Ágústa stóð upp, bauð góða nótt og brosti til Jönu. Hún roðnaði við, það fólst svo mikið í brosi gömlu konunnar: „Ég skil þig eina eft- ir hjá honum, ég treysti þér.“ Og einn- ig: „Gættu þín vel!“ Jana og John fylgdu henni upp í stigann; og þegar þau voru orðin ein, sagði John: „Ágústa frænka sér allt. Það er ekki hægt að leika á hana.“ Hann tók um hendur Jönu og þrýsti þær innilega. Hún gat ekki hrcyft sig eða sagt orð, og hún var búin að gleyma öllu. Ekkert var eftir nema þetta eina líðandi andartak. Hún hugsaði ekki, skynjaði aðeins, hún — hin óháða, vilja- sterka Jana — stóð . varnarlaus og beið þess er verða vildi, og tók því án þess að vita hvað það væri. Hún var á sömu stundu hrædd, og þó alls ekki hrædd. John sleppti höndum hennar og sagði: „Það er bjánalegt —“ en án þcss að skýra, hvað væri bjánalcgt. Hann færði sig fjær henni og kvcikti sér í vindling. Jafn skyndilega og töframir höfðu hrifið hana, varð Jana Viú gripin sárs- aukakenndri raunskynjun. Hún vissi enga sérstaka ástæðu til þess, en þó hugsaði hún nú með gremju, að hann vissi alls ekki í raun og veru hvað hann vildi. Priscilla kom aftur. Jana tók strax eftir kankvíslegu brosi í munnvikjum hennar — kankvíslegu og dálítið ill- kvittnislegu. Hún gekk rösklega til þeirra. En John sagði, áður en hún fengi sagt nokkuð: „Hver var þetta?“ „Ó, bara Kayde. Hann hefur loksins komizt að því, hvar ég er niðurkomin." „Þú hefur þó ekki sagt honum, að ég væri hér?“ „Ég þurfti þess ekki. Hann vissi það — hitti lögfræðing Ágústu í klúbbnum." Priscilla brosti. „Fjandinn sjálfur!“ sagði John gremjulega. Hann leit á Priscillu, en eins og hann sæi ekki bros hennar, hann horfði gegnum hana og augun urðu köld, næstum illúðleg. Jana hafði aldrei séð þau þannig áður. En samt kannaðist hún við þetta augnaráð frá Priscillu — þegar eitthvað blés á móti. „Ég er þreytt.“ Priscilla rauf þögn- ina. „Góða nótt. Eruð þið að koma llpp?“ Spurningin vakti Jönu af hugsunum sínum, og hún svaraði þegar: „Já, auð- vitað,“ þó hana langaði til að verða eftir og tala við John um það, sem henni þótti kynlegt í þessari framkomu hans. John sagði annars hugar: „Sofið vel,“ og leit ckki ejnu sinni á þær. Þegar Jana leit út undan sér ofan úr stigan- um, svo Priscilla sæi ekki, stóð hann í þungum þönkum í forstofunni. Þegar Pirscilla var farin inn í her- bergi sitt, stóð Jana á ganginum og hlustaði. Hana langaði til að fara nið- ur aftur. En svo heyrði hún John ganga inn í skrifstofuna og skella hurðinni á eftir sér. Rétt áður en hún sofnaði, fékk hún gmn um, hvers vegna John hefði orð- ið svo gramur, cr hann heyrði, að Kayde vissi hvar hann væri. En skýringin á því, sem hún var að brjóta heilann um, barst ekki fyrr en daginn eftir. HEIMELISRITIÐ 59

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.