Heimilisritið - 01.04.1949, Side 62

Heimilisritið - 01.04.1949, Side 62
FJÓRTÁNDI KAFLI JOFIN KOM ekki snemma niður til morgunverðar. Jana og Ágústa riðu ein- ar út þennan morgunn, veðrið var fag- urt og þær voru nokkrum klukkutím- nm Iengur en venja var. Þegar þær nálguðust húsið aftur, sá Jana að John sat á dyraþrepinu úti fyr- ir hægri álmu hússins og las í blaði — eða öllu fremur, lét sem hann læsi, það sá hún strax er hún kom auga á hann. Hann beið þess að hún kæmi, hafði gætur á henni. „Skeyttu ekki um hann,“ sagði Á- gústa hvatlega; „láttu sem þú sjáir hann ekki.“ Það var næstum eins og Priscilla væri að tala. En það var öðruvísi meint. Það var enginn illkvittni, heldur ráð- legging, einnar konu til annarrar. Í þessu bili kom vagn upp veginn. Hann var fullur af fólki. Ágústa og Jana héldu við hestana. John stóð upp og gekk til móts við gestina. Þegar hann kom fyrir hornið, og þekkti auðsjáanlega þá er komnir voru, stanzaði hann eitt andartak — eins og hann hikaði. Jana skildi, að það staf- aði af reiði, en jafnframt varð hún efins um, að hann hefði verið að bíða eftir henni. Ágústa sneri hestinum og reið hægt heim að framhlið hússins. Jana fór á eftir henni. „Hvaða fólk er þetta?“ spurði Ágústa. „Þekkir þú þau?“ „Henry Kayde, Morgand greifi og Mano Denten,“ sagði Jana. Þau heils- uðu John glaðlega. Mano hljóp á móti honum og faðmaði hann innilega, næst- um græðgislega. Það var ekki að sjá, að John væri neitt á móti skapi að láta aðra sjá vinfengi beirra, er hann faðmaði hana og kyssd. „Mano! En það nafn!“ tautaði Á- gústa. „Hún er leikkona," sagði Jana. „Hún er afar aðlaðandi." „Ég sé það,“ sagði Ágústa stuttara- lega. Þær riðu að hesthúsinu og stigu af baki. Á leiðinni heim að húsinu, stanzaði Ágústa allt í einu og leit al- varlega á Jönu. Hún sagði: „Ef þú vær- ir amerísk stúlka, myndi ég ráðleggja þér að ná í pinn mann! Hvað segið þið í Austurríki, þegar svona stendur á?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Jana lágt, næstum með andköfum. Síðan kvöldið áður, er hún hafði getið sér þess til, af hverju John vjldi leyna dvöl sinni þarna, og síðan hún hafði gert sér ljóst, að Mano gæti komið þá og þegar, hafði hún setið á sér og neitað að láta und- an afbrýðiseminni, sem leitaðist við að ná tökum á henni. Nú varð hún á ný veik fyrir, og hana langaði til að fresta því að fara inn, fresta því að sjá John og Mano saman. En jafnframt langaði hana dl að sigrast á þessu hugleysi — og samúðarfullt augnaráð gerði henni mögulegt að segja það, sem henni bjó í hug. „Ég veit það ekki,“ endurtók hún, og bætti svo við: „Ef hann elskar mig, kemur hann ril mín.“ Ágústa brosti, en svaraði fremur efa- söm: „Ef hann veit, að hann elskar þig. Karlmenn eru svp einfaldir. Hvað er ég annars að skipta mér af málum unga fólksins? En hvað um það, hertu þig 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.