Heimilisritið - 01.06.1955, Side 3

Heimilisritið - 01.06.1955, Side 3
HEIMILISRITIÐ JÚNÍ 13. ÁRGAN GUR 1955 Ævaforn helgisögn, sem geymzt hefur meðal Sígauna. — Murdos færði í letur. ASA BEN MIRIAM, sem heim- urinn kallaði seinna Jesú, var fenginn í hendur hermönnum, er ráða skyldu hann af dögum, vegna þess að hann talaði gegn keisaranum í Róm. Tveir þess- ara hermanna voru sendir af stað til að útvega fjóra nagla til þess að krossfesta hann með á kross- inum. Fyrir hven mann, sem kross- festa skyldi, voru hermennirnir vanir að fá áttatíu „kreitzer" til þess að kauþa nagla fyrir. Til þess að fá þessa nagla var ekki um aðra að ræða en járnsmiði, sem smíðuðu þá. Þegar hermönnunum höfðu verið greiddir þessir áttatíu kreitzerar til að kaupa naglana fyrir, lögðu þeir fyrst leið sína inn í veitingakrá og eyddu þar helming upphæðarinnar í ljúf- feng vín, sem Grikkir seldu um þær mundir í Jerþsalem. Það var orðið áliðið dags þegar þeir mundu eftir nöglunum. Fyrir dagsetur áttu þeir að vera komn- ir aftur til hermannaskálans, því að snemma næsta morgun átti krossfesting Asa ben Mir- iam að fara fram. Þeir skunduðu því af stað, þegar þeir voru farnir að finna talsvert á sér, til fyrsta járn- smiðsins og sögðu við hann með þjósti miklum, í þeim tilgangi að hræða hann til að vinna verk- ið, þó að þeir hefðu ekki nóg fé til að greiða fyrir járnið og vinn- una: „Heyrðu, við þurfum að fá 1

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.