Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 5

Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 5
sagði lágum, draugslegum rómi: „Aria, smíðaðu ekki naglana." Aria lét hamarinn síga niður við hliðina á aflinu. „Ég get ekki smíðað naglana,“ sagði hann. „Smíðaðu þá,“ skipuðu her- mennirnir, þó að þeir væru sjálf- ir skelfdir, af því að þeir höfðu líka heyrt röddina. Dagur var að kveldi kominn og þeir höfðu drukkið upp fjörutíu af þeim áttatíu kreitzerum, sem þeim höfðu verið fengnir. „Ég get ekki smíðað þá,“ svar- aði Aria. „Gyðingur, þú sagðist eiga konu og börn,“ sögðu þeir til að þvinga hann, og otuðu spjótun- um nær honum. „Ég vil ekki smíða nagla til þess að krossfesta ben Miriam með,“ svaraði Gyðingurinn og rétti alveg úr sér. Hermennirnir ráku hann í gegn með spjótum sínum. Stutt var orðið til sólarlags svo að hermennimir þurftu að flýta sér sem mest þeir máttu. Þeir hlupu því eins og fætur toguðu til þriðja járnsmiðsins, sem var Sýrlendingur. Þeir komu til smiðju hans þegar hann var í þann veginn að fara burt, að afloknu dagsverki. Spjót þeirra voru ennþá blóð- ug þegar þeir kölluðu til hans. JIJNÍ, 1955 „Khalil, smíðaðu fyrir okkur fjóra stóra nagla, hér eru fjöru- tíu kreitzerar fyrir þá. Og vertu nú fljótur að því.“ Sýrlendingurinn horfði á blóð- ug spjótin og tók þegar í stað að blása smiðjubelginn, því að hann vissi hverju hann mætti búast við ef hann neitaði. En hann hafði ekki fyrr byrjað á að slá fyrsta járbútinn til en veikar og skjálfandi raddir járn- smiðanna beggja, sem hermenn- irnir höfðu drepið, kölluðu til hans að smíða ekki naglana. Maðurinn kastaði hamrinum frá sér. Og þeir ráku hann líka í gegn með spjótum sínum. Hermennimir voru í öngum sínum. Hefðu þeir ekki drukkið upp fjörutíu kreitzerana hina, hefðu þeir getað snúið aftur til hermannaskálans og sagt frá því hvað komið hefði fyrir. Þegar svona var komið málum þustu þeir út um hlið Jerúsalem, og fannst þeim að þeir hefðu him- ininn höndum tekið þegar þeir mættu sígauna nokkrum, sem var að enda við að setja upp tjald sitt og koma fyrir steðja sínum, af því að hann var járn- smiður. Fóm þeir síðan til hans og skipuðu honum að smíða fjóra nagla. Og þeir tóku upp fjörutíu kreitzerana. Maðurinn stakk peningunum 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.