Heimilisritið - 01.06.1955, Side 7

Heimilisritið - 01.06.1955, Side 7
staddur rétt hjá vatnsbrunni. Stóð hann í vatnsburði það sem eftir var nætur til þess að reyna að minnka glóð naglans. Hann jós á hann sandi og vatni en það hafði ekki minnstu áhrif; nagl- inn var jafnglóandi eftir sem áð- ur. Hann skildi því naglann eft- ir á jörðinni og hélt ennþá lengra inn í eyðimörkina. Langt inni í eyðimörkinni, nálægt Araba- þorpi nokkru, setti sígauninn tjaldið sitt upp. Þegar hann snéri sér við var glóandi naglinn þar. En þá hljóp nú heldur á snær- ið hjá sígaunanum. Arabi nokk- ur kom til hans og bað hann að setja saman og bæta járngjörð á hjóli hjá sér. í snatri tók sí- gauninn hinn brennandi, gló- andi nagla og bætti með honum brotnu járngjörðina. Síðan setti hann hana á hjól Arabans og horfði með eigi augum á það þegar Arabinn setti hjólið aftur á öxulinn og ók í burt og hélt í gagnstæða átt við þá, sem sí- gauninn hafði komið úr. Jafnskjótt sem Arabinn var farinn, lagði sígauninn af stað. Hann ók allan daginn án þess að þora að líta við. Þegar asn- inn hans var orðinn svo örmagna úr þreytu að hann hné niður keypti hann sér annan asna og hélt ennþá lengra burt frá þeim stað þar sem hann hafði fargað naglanum. Og eftir marga daga, þorði hann ekki ennþá að líta við. Hræddur við að opna augun þeg- ar dimmt var orðið, komst hann til borgarinnar Damaskus. Þar setti hann upp smiðju sína aft- ur. Daginn eftir kom maður með hjöltu úr sverði til hans og bað hann að gera við þau. Sígauninn kveikti upp í smiðjunni og lagði hjöltun niður. Þá byrjuðu hjölt- un að glóa eins og naglinn hafði gert. Þarna var naglinn, eins og hann væri límdur við hjöltun. Og þá tók sígauninn til fótanna aftur. Og naglinn birtist alltaf í tjöldum niðja mannsins, sem smíðaði naglana, sem voru not- aðir til að krossfesta Asa ben Miriam með. Og þegar naglinn birtist hlaupa sígaunarnir af stað. Þess vegna flytja þeir úr einum stað í annan. Þess vegna var Asa ben Miriam krossfestur með aðeins þremur nöglum, báð- ir fæturnir voru lagðir hvor yf- i annan og einn nagli rekinn í gegnum þá báða. Fjórði naglinn er á endalausu flakki heimsend- anna á milli. * Halldór Dungal þýddi. JÚNÍ, 1955 5

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.