Heimilisritið - 01.06.1955, Page 8

Heimilisritið - 01.06.1955, Page 8
Hjónin John Ireland og Joanne Dru. — Ég held að karl- menn, sem hafa reynslu í ástamálum, séu betri elskhugar en hinir, bæði í kvikmyndum og utan þeirra. Ég vil heldur kyssa kvœntan mann segir Joanne Dru kvikmyndaleikkona ÉG HEF leikið í mörgum kvik- myndum og hef kysst marga karlmenn. Einu sinni var ég svo öfundsverð, að ég fékk að kyssa mann, sem þúsundir stúlkna um heim allan hefðu ólmar viljað kyssa. Hann heitir Montgomery Clift. Á tjaldinu leit kossinn út fyrir að vera innilegur, en . . . en . . . mér þykir fyrir því að segja það — þið misstuð ekki af miklu, stúlkur mínar. í fullri hreinskilni sagt, kýs ég fremur kossa manna, sem hafa verið kvæntir. Það er ekki einungis af því að ég hef sjálf verið tvígift, eða vegna þess, að ég er leikkona, sem ég verð að kyssa og láta kyssa mig aftur og aftur fyrir framan myndavélina, að ég hef svona ákveðna skoðun í þessu máli. Eins og allar konur er ég ekki óskeikul, en ég held að reynsla í ástamálum sé ekki að- eins æskileg heldur einnig þakk- arverð. En svo. ég snúi mér aftur að Monty Clift. Það kann vel að vera, að hann kyssi ekki eins í kvikmyndum og utan þeirra. Hann kann að vera ein af þess- um reyndu leikurum, sem geta gætt hlutverkið lífi — og gleymt sálinni. Það er einnig hugsan- legt, að þegar hann finnur 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.