Heimilisritið - 01.06.1955, Page 10

Heimilisritið - 01.06.1955, Page 10
sýndi fram á hvað þeir voru lítt reyndir og fákunnandi. Kvik- myndagestir, sem sáu hann, fundu fyrir titringi og allir karl- menn öfunduðu hann og kon- urnar óskuðu allar eftir því að vera í mínum sporum. Já, ég vil að karlmenn, sem leika elskhuga í kvikmyndum, hafi elskað áður — ekki stutt og skyndilega, eða eins og vilji þeirra eða löngun bauð þeim, heldur ávallt. Ég held því fram, að karlmenn, sem hafa elskað áður — jafnvel þó að sú ást hafi ekki enzt — séu betri félagar í ástum, í kvikmyndum og utan þeirra, heldur en þessir fálm- andi unglingar. Þetta hefur mér alltaf fund- izt í starfi mínu. Það er ef til vill vegna þess að ástir eru svo mikill þáttur í mínu starfi, að það er auðveldara fyrir mig að skilja þá staðreynd, að ef karl- maður hefur þekkt og kysst aðr- ar konur, er hann ekki einungis færari um að leika ástarsenur, heldur einnig styrkari á taugum og framkoman verður eðlilegri. Ég veit að margar stúlkur vilja vera sú fyrsta í lífi og til- finningu karlmannsins. Slíkum stúlkum er tilhugsunin um að blíðan og öryggið, sem felst í atlotum karlmannsins sé byggð á reynsu hans með öðrum stúlk- um, gjörsamlega óbærileg. Þannig er þetta 1 raunveruleik- anum, en þessu er ekki þannig varið hjá leikkonu. Enda þótt mér hafi líkað vel við alla karlmenn, sem leikið hafa elskhuga á móti mér, get ég af augljósum ástæðum ekki elskað — það er að segja elskað heitt — þá alla. Samt sem áður verð ég að látast elska þá þann- ig að leikurinn fyrir framan myndavélina sé sannfæradi í augum áhorfendanna. Einu sinni þegar ég var að leika í kvikmynd fyrir Univer- sal-International kom nokkuð sérstakt fyrir mig. Á sinn hátt var það mjög viðkvæmt mál. Ein leikkonan kom í búningsher- bergið til mín grátandi. í fyrstu vildi hún ekki skýra út hvers vegna hún væri að gráta. En þar sem ég var miklu reyndari en hún, var ég ekki lengi að toga það út úr henni. „Það er John,“ sagði hún. (Hann lék aðalhlutverkið og í þetta skipti var það ekki ég, sem fékk hetjuna.) „Ég veit að hann er giftur og ég get einhvern veg- inn ekki skilið leik hans frá hjónabandi hans. í hvert skipti, sem hann faðmar mig, hef ég áhyggjur út af því hvað kon- an hans heldur!“ Ég brosti. „Hvað ert þú Mary 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.