Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 13

Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 13
LÆKURINN rann undir veg- inn og yfir akrana. Hann niðaði hljóðlega og rann yfir smá- steina, sem sáust greinilega í sendnu umhverfi sínu. Stúlka kom út úr kofanum við veginn og gekk hægt eftir litla stígnum, sem liggur meðfram læknum. Hún kom að girðingu og klifraði yfir hana, og nú var hún og lækurinn komin á geysi- stóran akur. Það yar vor, og ak- urinn var þéttvaxinn sóleyjum, baldursbrám og einstaka smári óx innan um hávaxið grasið. Léttur ilmur blómanna steig upp í loftið. Sólin skein í heiði og stúlkan fylltist einkennilegri gleði, hana langaði til að steypa sér kollhnís á milli sóleyjanna og baldurs- bránna, og um leið fylltist hún ákaflegri hryggð. Hún lét sig falla ofan á grænan blett á lækjarbakkanum, undir falleg- um pílviði, og lá með andlitið á móti sól. Alls staðar umhverfis hana suðuðu skordýr, lengra í burtu á akrinum heyrði hún kind jarma. Hún lá kyrr með lokuð augun í nokkrar mínútur. Sólin var heit, dásamlega heit. Hún reis þreytulega við dogg og bar höndina upp að hárinu. Það var þykkt, brúnt og lék laust. Niðri í ánni buslaði hvít önd letilega. Maki hennar stóð í grunnu vatninu, nálægt bakkan- um, og leitaði sér virðulega lúsa í íbjúgri, hvítri bringunni. JÚNÍ, 1955 11

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.