Heimilisritið - 01.06.1955, Side 17
Kafli úr hinni stórmerku bók „Undur lífsins“,
sem kom út í New York fyrir nokkru undir
yfirritstjórn vísindamannsins Harold Wheelers.
Annar hluti.
Höfundur þessa kafla er E, N. Fallazie.
ENINÍIÍ
Þrenn veigamikil aldahvörf
ÞAR SEM klettar og niður-
burðir eru þannig flokkaðir nið-
ur eftir aldahvörfum, þá þurfa
fræðimenn, sem leggja stund á
rannsóknir frummannsins aðeins
að hafa í huga þrjú síðustu tíma-
bil jarðsögunnar, þ. e. tertíer-
tímabilið, qvartíertímabilið og
nýju öldina, þár sem hin síðast
nefnda nær yfir niðurburði líð-
andi aldar.
Tertíertímabilinu er skipt nið-
ur í önnur smærri tímabil eða
stig, eftir fjölda vissra tegunda
af steingervingum, sem þar er
að finna, og vex fjöldi þeirra eft-
ir því sem á líður. Þannig kom-
um við að eósen- eða aftureld-
ingartímabilinu, — oligosen,
þegar steingervingar þessir
komu fram í takmörkuðum
fjölda, — míósen, þá eykst talan
nokkuð, — plíósen, þá eykst tal-
an nokkuð, og síðan, þegar við
komum að kvartíertímabilinu,
— pleistósen, þegar tala þeirra
nær hámarki; þetta stig víkur
svo aftur fyrir nýju niðurburð-
unum, þegar steinöldinni gömlu
lýkur, e. t. v. átta til tíu þús-
und árum fyrir Krists burð.
Tímaflokkun mannsins
ÞAÐ ER höfuðnauðsyn að
festa þessa flokkun í minni, þeg-
ar um er að ræða rannsókn
frummannsins, því hún gefur
til kynna hina jarðfræðilegu röð
eða tímaflokkun, sem hægt er
að ákveða aldur hinna ýmsu
stigeinkenna frummannsins eft-
ir, í samræmi við eðli þeirra nið-
urburða, sem þau hafa fundizt í.
Þetta sýnir okkur ekki einung-
is hversu gömul þau eru, miðað
við jarðfræðilegan tíma, heldur
gefur það okkur jafnframt til
kynna, hver séu yngri en önnur
JÚNÍ, 1955
15