Heimilisritið - 01.06.1955, Qupperneq 20
Áhöld úr steini frá Piltdown.
Elzta beináhald, sem þekkist. Það
er gert úr lærbeini af gríðarstór-
um fíl.
ur fundizt mikill fjöldi beina,
leifar af steinrunnum öpum af
ýmsum tegundum, í niðurburð-
um frá míosen-öldinni. Af þeim
er Dryopithecus (úr grísku drus
— þrír og pitheckus-api), sér-
staklega af tegund, sem amer-
ískur leiðangur hefur nýlega
fundið, mjög líkur manninum.
Kemur þetta aðallega fram í
lögun tannanna, sem prófessor
W. K. Gregory í New York hef-
ur flokkað þannig að þær svari
til tegunda bæði manna og apa.
Dryopiteckus, sem að stærð er
risi meðal apasteingervinganna,
hefur einnig fundizt í niðurburð-
um tertier-tímabilsins í Frakk-
landi og við Rín.
Apa-maðurinn á Java
JARÐFRÆÐISANNANIR, svo
og sannanir steingervinganna,
en síðasti leiðangur Yale-háskól-
ans hefur aflað þeirra á Siwa-
lik-hæða svæðinu, hafa leitt í
ljós, að einhvern tíma á tertíer-
tímabilinu, sem við nú ræðum
um, hafi átt sér stað stórfelld
loftslagsbreyting, sem orsakaði
tilfærzlu hitabeltisins frá norðri
til suðurs. Afleiðingin var sú,
að indversku spendýrin, sem
steingervingarnir finnast nú af,
fluttu sig búferlum í áttina til
suðurhluta meginlandsins. Talið
er að brottflutningur þessi hafi
jafnframt haft úrslitaáhrif á
þróun mannsins. Það er því
næsta mikilvægt að einmitt á
þessum suð-austlægu slóðum,
sem sé á Java, hefur ein elzta
tegund frummannsins, Pitechan-
trophus, erectus, apamaðurinn á
Java, fundizt. Ennfremur ber
þess að gæta, að hér um bil um
sama leyti og loftslagsbreytingin
varð í Indlandi, fór fram svip-
uð loftslagsbreyting í Kína.
Breyting þessi flæmdi burtu
ýms dýr þau og jurtir, sem áður
höfðu byggt þann hluta jarðar,
en hún hafði jafnframt í för með
18
HEIMILISRITIÐ