Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 21

Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 21
sér hagkvæm skilyrði fyrir öld- ur nýrra lífvera, sem á eftir komu frá norðvestri og suðri og tóku sér þar bólfestu, en með þeim birtist maðurinn, senni- lega frá suðri. Hinn frægi Pek- ingmaður, Sinantrophus (úr la- tinu sinensis — kínverskur og grísku antrophus — maður) er árangur þessa innflutnings. Frummaðurinn á Englandi AF ÞESSUM og öðrum að- stæðum kynni að virðast svo sem sennileiki Asíu reynist þyngri á metunum, og þá sér- staklega í suður-hluta mið-Asíu hafi úrslitaáfanga í þróun mannsins verið náð. Ýmsir vís- indamenn vilja tengja þann at- burð við breytingu þá á um- hverfinu, sem átti sér stað við upphækkun fjallshryggjarins, sem gengur frá austri til vesturs eftir miðri jarðkringlunni, en Alpafjöll, Hindu Kust og Hima- laja eru hlutar hans. Mjög lík- legt er að slíkir feikna viðburðir hafi neytt fyrirrennara manns- ins, til þess að breyta lifnaðar- háttum sínum þannig, að þeir hyrfu úr trjánum og niður á jörðina. Apinn steig niður úr tréinu og varð að manni. Það skilur ekki algjörlega milli manns og apa þótt gert sé Pithecanthropus. Höfuð af Pithecanthropus mótað afpróf. J. H. McGregor eftir hinni endursköpuðu höfuðkúpu. Leif- amar fundust milli 1891 og 1894. ráð fyrir hinni uppréttu still- ingu, jafnvel sem stöðugum vana. Maðurinn hefur verið skil- greindur þannig, að hann sé dýr sem noti verkfæri, en apinn á það líka til að nota hentugar spýtur, steina eða aðra hluti í nægilega skynsömum tilgangi til að réttlæta það, að apinn sé ásamt manninum talinn til dýra, sem noti verkfæri a. m. k. öðru hverju. En samt sem áður er maðurinn ekki aðeins fær um að notfæra sér efnislega hluti til að ná tilgangi sínum, en einn allra lifandi vera umbreytir JÚNÍ, 1955 19

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.