Heimilisritið - 01.06.1955, Page 22

Heimilisritið - 01.06.1955, Page 22
jafnvel lögun slíkra hluta eftir þörfum sínum. Maðurinn er m. ö. o. ekki aðeins dýr, sem notar verkfæri, hann er jafnframt dýr, sem smíðar verkfæri. Ef gengið er að því sem vísu að slík iðkun framtaks um smíði verkfæra, skeri úr um eðli mannsins, þá markar það breyt- ingar stig hans frá apa til manns, til aðgreiningar frá óæðra manni. Það er því ástæða til að ætla, að maðurinn hafi verið skapaður og dreifður víðs vegar um heim löngu fyrir þann tíma sem elztu þekktar leifar af beinagrind mannsins eru frá. En þær hafa eins og fyrr grein- ir ekki fundizt eldri en frá fyrstu tímum pleistósen aldar. Þó hafa fundizt verkfæri úr steini, sniðin af ásettu ráði í á- kveðið form og ætluð til sér- stakra þarfa, í niðurburðum frá síðari plíósen öld. T. d. vilja sumir sérfræðingar m. a. halda því fram um verkfæri þau, sem fundizt hafa í austur-Angliu í niðurburðum frá ofanverðri plíó- senöld, að þau stafi jafnvel aft- ur úr enn grárri forneskju, en niðurburðimir, sem þau fundust í; síðari flóð hafi skolað þeim burt úr upprunalegum lögum sínum. Enda þótt verkfæri þessi gefi til kynna tilvist mannsins mjög snemma á öldum, á tertíer- tímabilinu, þá hafa hamfarir náttúrunnar á þessum tímum haft svo ofsaleg áhrif á land- fræði- og loftslagsskilyrði, vegna sí-endurtekinna siga og upp- hækkana jarðar, og aftur orsak- að afstöðubreytingu láðs og lag- ar, að ólíklegt er að svo við- kvæmar leifar sem mannabein gætu lifað það af. Samt sem áður er því haldið fram að ein tegund leifa frum- mannsins sé frá tertíertímabil- inu. Nokkur af malarlögum þeim, sem brotin af hauskúpu Piltdownsmannsins, Eoantrop- hus (úr grísku: eos — dögun), fundust í Sussex (Engl.) eins og tilkynnt var 1912, voru frá plíó- senöld. En leifar þessar komu í ljós eftir að malarlögin höfðu verið grafin upp og flutt úr legu sinni svo að ókleift var orðið að segja með vissu, hver hefði ver- ið hinn upprunalegi staður haus- kúpunnar. Það var því ekki unnt að ákveða aldur hennar svo ó- yggjandi væri, en nú er hún al- mennt talin vera frá öndverðri pleistosenöld. Ef þetta er rétt, þá er Piltdown-hauskúpan við- líka gömul ein og þær tvennar fomleifar frá austurlöndum, sem áður voru nefndar, Pithe- cantrophus, sem fannst í malar- lögum frá pleistósenöld snemma á quartiertímabilinu, í Triml á 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.