Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 23

Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 23
Java, og Pekingmaðurinn, sem fannst í Shoukontien, í nágrenni Peking, í niðurburðum, þar sem hann var ásamt steingervingum, sem báru það með sér, að þeir væru frá öndverðri pleistósen- öld. Hauskúpa Pekingmamisins LEIFAR þær af Pithecantrop- hus, sem dr. E. Dubsis fann fyrst milli 1891 og 1894, voru kúpu- skalli, lærleggur og tönn. Jafn- framt fundust örrnur bein en þeim var ekki lýst fyrr en mörg- um árum síðar, og sum atriði hafa enn ekki verið birt. Kúpu- skallinn er af svo frumstæðri tegund, að lengi vel var talið vafasamt að hann væri yfirleitt af manni. Dr. Dubsis hefur enn tilhneigingu til að telja hana vera af risavöxnum gibbon-apa, en nú er almennt talið að hann sé af frumstæðri manntegund, og sköpun lærleggsins sýnir, að vera þessi hefur gengið upprétt. Líking Pithecantrophus við síðari fundi Piltdownmanns og Pekingmanns, styðja þá skoðun að hann hafi verið mannlegs eðl- is. Fyrsta heilsteypta hauskúpa af Pekingmanni fannst árið 1929; síðustu sýnishorn enr þrjár hauskúpur, sem fundust í sama helli árið 1936. Undanfari nútímamannsins ÞVÍ hefur verið haldið fram að ein af frummannshauskúpum þeim, sem fundizt hafa í Austur- Afríku, geti verið jafngömul Pekingmanninum og Pithecant- rophus, en hún er af annarri teg- und, fyrirrennara nútímamanns- ins. Sú staðhæfing að tilvera mannsins á þessum slóðum sé ævagömul, hvílir á röksemdum, sem eins og sakir standa skort- ir staðfestingu og verður því að teljast „ósönnuð11. Það er athyglisverð og veiga- mikil staðreynd, að frumstæð- ustu tegundir frummannsins, sem fundizt hafa, skuli stafa frá stöðum, sem eru svo óralangt hver.frá öðrum, eins og hin fjar- lægari Austurlönd og Vestur- Evrópa. Ef tala þeirra væri ekki svo lág, myndi slík útbreiðsla í sjálfu sér benda til, að dreifing hefði átt sér stað út frá sameig- inlegri miðstöð, svo sem Mið- Asíu. Þrátt fyrir hin ólíku ein- kenni, gæti tilvist sýnishorna frummannsins í Austur-Afríku einnig bent til þess, að upprun- ans væri að leita í Asíu, þar eð beinaleifarnar hafa fundizt á þjóðflutningaleið, sem síðar hef- ur verið farin af ýmsum þjóð- flokkum. í vissum aðaldráttum er áber- andi svipur með hinum þremur JÚNÍ, 1955 21

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.