Heimilisritið - 01.06.1955, Side 26

Heimilisritið - 01.06.1955, Side 26
nærgætinn og tillitssamur, trúr og traustur. Hvers gat maður fremur óskað sér? Emily lagði aftur bækurnar og lét þær í skúffurnar, fór í regnkápuna og gekk út á götu. Hún vissi hvað hún þráði: róm- antík! Karlmann, sem gat hleypt funa í blóð hennar! En nú var það um seinan. Eft- ir aðeins einn mánuð yrði hún orðin frú Henry Lomax, sem stritaði við að þvo nærfatnað og sængurlín í næstu fimmtíu ár- in. Hann beið hennar á horninu á Stórstræti. Hann var axlabreið- ur með úfið, ljóst hár, og bar það utan á sér, að hann var mað- ur, sem hægt væri að treysta. „Góðan daginn, Henry. Þú ert eitthvað svo þunglyndislegur. Amar nokkuð að þér?“ Hann stundi þungan. „Nei, ekkert sérstakt! Ég hef verið að hugsa um hjónarúmin okkar.“ Hann varð vandræðalegur. „Við höfum ekki talað um þau fyrr, en það fer ekki að verða seinna vænna. Viltu heldur — eh — tvíbreitt rúm, eða eigum við að hafa — eh — hvort rúmið fyrir sig?“ Emily reyndi að verjast brosi. „Ég hef sannarlega ekki hugsað neitt út í það. En það er víst al- gengara að hafa rúmin tvö núna.“ „Já, það er víst,“ sagði hann, og röddin bar vitni um að hon- um létti. Emily leit snöggt til hans og sagði: „Henry, myndirðu drepa dreka mín vegna?“ „Hvað segirðu?“ „Ég meina, að ef til væru drekar og ég væri í hættu, myndirðu þá drepa dreka til að frelsa mig?“ Hann klappaði henni góðlega á höndina. „Þú ert ekki alveg eins og þú átt að þér að vera í dag, vina. Það er erfitt fyrir þig í skólanum nú, þegar prófin standa yfir, og . . . “ Emily dró höndina snöggt að sér og fann að hún fékk tár í augun. „Nei, ég er ekki eins og ég á að mér,“ sagði hún önug, „og mig langar ekkert til að vera alltaf eins! Mig langar ekkert til að vera tuttugu og átta ára — að búa í Bobbelsworth það sem eftir er ævinnar og snúast í kringum krakka og kjúklinga!“ Henry lyfti stórum vasaklút upp að nefinu á henni. „Svona, svona, þú þyrftir að fá svolitla hvíld, elskan mín. Þú ert orðin óstyrk á taugum út af öllu um- stanginu við undirbúning brúð- kaupsins. Earðu í nokkra daga ferðalag. Til dæmis til Worthing. 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.