Heimilisritið - 01.06.1955, Qupperneq 27

Heimilisritið - 01.06.1955, Qupperneq 27
Sumarleyfin byrja núna 1 næstu viku.“ Emily snökkti hugsandi í bragði. Hún leit framan í Henry með nýrri glóð í augum. „Já, ég hugsa það væri bezt,“ muldraði hún. Svo brosti hún. Hún hafði fengið ágæta hugmynd! „Þá segjum við það,“ sagði Henry. „Ef ég á að segja þér eins og er, þá hafði ég hugsað mér að fara sjálfur í smá ferðalag.“ Hann forðaðist að horfa í augu hennar. „Abigael frænku langar til þess að ég komi í heimsókn til hennar til Derby. Hún á ekki langt eftir,“ bætti hann við. Bara að Henry ætti frænku, sem heitir Abigael, hugsaði Em- iiy- „Við yerðum að skrifa hvort öðru,“ sögðu þau bæði í kór. Henry hló órólegur, og Emily horfði á eftir honum út götuna. Ef hún hefði ekki vitað, að Henry var saklaus eins og ný- fætt barn, hefði hana grunað að hann byggi yfir einhverju. Nei, það var víst aðeins hún, sem bjó yfir einhverju! Emily gerði mörgum af eldri dömum borgarinnar bilt yið, er hún hljóp eins og fætur toguðu heim til sín. Hún ætlaði ekki að segja neinum nema móður sinni frá hinni leynilegu fyrirætlun sinni. Móðirin varð að vita um þetta, því hún varð að senda bréf frá Worthing. Worthing, já! Það kom fjarrænt blik í augu hennar. Ungfrú Emily Benson hafði sem sé ákveðið að fara í nokkurra daga ferðalag til Par- ísar! ÞEGAR HÚN gekk út á lest- arpallinn í Gare du Nord næsta þriðjudag, dró hún djúpt and- ann og rétti úr bakinu. Hún var hér — hún var í París! Hún hafði kviðið því, að það brytist út stríð áður en hún kæmist af stað, eða að ferjan sykki á leið- inni yfir sundið. Burðarkarl þreif ferðatöskuna skyndilega frá henni og hvarf eitthvert inn í mannfjöldann. Og henni fannst það kraftaverki líkast, þegar taskan var ásamt henni sjálfri komin inn í leigu- bíl á leið til gestaheimilis, sem hún hafði fundið í ferðamanna- pésanum. Hún hafði kosið að búa á Montmartre, af því hún áleit það yrði mest spennandi að búa í „listamannahverfinu.“ Herbergi hennar var á efstu hæð. Það var lítið, en hreint og þokkalegt, og úr glugganum var góð útsýn yfir borgina. Hún opn- aði hann og leit út. „Dýrlega, dásamlega París!“ hrópaði hún og baðaði út hönd- unum. JÚNÍ, 1955 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.