Heimilisritið - 01.06.1955, Side 29

Heimilisritið - 01.06.1955, Side 29
hún mundi ekki hvemig þau höfðu farið. Það var búðarkytra í toppinum, þar sem hægt var að kaupa útsýniskort og fá þau póstsett þar líka. Emily datt Henry í hug og óskaði þess að hún gæti sent honum eitt lítið Parísarkort. „Þorið þér ekki að setjast á rakt gras?“ spurði hún allt í einu og sneri sér að Pierre. „Eða eruð þér hræddir um að þér kvefist?" „Það er eitt af því, sem ég geri mér að fastri reglu — alltaf að setjast á rakt gras — það er að segja ef ég er í fylgd með aðlaðandi persónu,“ sagði hann alvörugefinn. „Og . . . mynduð þér drepa dreka mín vegna — ef ég bæði yður?“ spurði Emily 'hlæjandi. „Ég er Pierre Frobert — mesti myndhöggvari heimsins. Þegar ég anda á stein, kviknar líf með honum. Fyrir yður myndi ég drepa fimmtíu — nei, þúsund dreka!“ sagði hann sannfærandi og hjó út í loftið með ímynduðu sverði, „fyrir morgunverð!“ Hvers vegna gat Henry ekki svarað þessu líkt? Þau gengu upp síðasta tröppuþrepið og hölluðu sér fram á grindverkið. Þau vom alein með sólsetrinu, sem flæddi út yfir borgina eins og gullin elfur. „Þér eruð ákaflega aðlaðandi stúlka, Anna,“ sagði Pierre og horfði á hana. „Ég er alger- lega á yðar valdi.“ Emily leit niður fyrir sig. Auð- vitað meinti hann það ekki — þetta var aðeins kunningsskapur af tilviljun. Og þar að auki var hún svo að segja orðin frú Lom- ax. Hún endurtók þetta með sjálfri sér, þegar hún lá í rúm- inu sínu mörgum tímum seinna. Og hún hugsaði um það, að hún vissi næstum því ekkert um Pierre, annað en að hann var fátækur myndhöggvari. Heitasta ósk hans var að kvænast auð- ugri Bandariíkjastúlku, hafði hann sagt. „Þá getur hún gefið mér marmarafjall 1 brúðargjöf.“ SÓLSKINIÐ dansaði gegnum rifumar á gluggatjaldinú, þegar Emily vaknaði um morguninn. Hún teygði úr sér í rúminu og gleðihrollur fór um hana. Nýr dagur í París! Skyndilega kom eitthvað fljúgandi inn um opinn glugg- ann og valt með háreysti eftir gólfinu. Það var lítill, hvítur marmarasteinn. Rauð rós var bundin við hann, og um stikil- inn hafði pappírsmiða verið vaf- ið, sem á var skrifað: Ég hef drepið alla drekana. JÚNÍ, 1955 27

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.