Heimilisritið - 01.06.1955, Page 30
Komið og borðið morgimverð
með mér.
Það var svalt uppi í vinnu-
stofu Pierres. Ferskt loft
streymdi inn um gat á glugga-
rúðunni, sem reynt hafði verið
að lappa upp á með dagblaða-
pappír.
Emily klappaði saman lófun-
um, þegar hún sá máltíðina,
sem beið hennar á blikkdiski —
egg og beikon og fleira góðgæti:
„Þetta var reglulega fallegt af
yður Pierre."
„Og hvað hafið þér hugsað yð-
ur að gera í dag?“ spurði Pierre,
þegar þau höfðu kveikt í sígar-
ettunni.
„Ég hef hugsað mér að kaupa
mér hatt,“ sagði Emily, „reglu-
legan parísarhatt — kókett og
smartan.“
„Þá skuluð þér fara til Goer-
bers,“ sagði Pierre. „Það tekur
honum enginn fram í þeim efn-
um, bæði hvað snertir línur og
liti.“
Emily fann hina örlitlu hatta-
búð Goerbers .við næsta götu-
horn. Feitur, smávaxinn maður
kom stimamjúkur á móti henni.
„Ég — ég ætlaði að fá mér
hatt,“ stamaði Emily á frönsku.
Monsieur lyfti feitri, lítilli
hendi. „Nóg, mademoiselle! Ég
veit.“
Hann tifaði í kringum hana,
angandi af lauk og gneistandi af
hugmyndum.
„Komið þér aftur síðdegis. Ég
ætla að skapa mesta snilldar-
hatt, sem mér tekst nokkru
sinni að búa til! Það skal verða
hattur, sem fær prinsa til að
horfa á eftir yður — sem mun
vekja djöfla til lífs og seiða til
sín alla litla fiska úr stórum
höfum.“
Það lá við að Emily yrði um.
og ó, er hún gerði sér í hugar-
lund, hvernig slíkur hattur
myndi verða.
Það sem eftir var dagsins rölti
Emily um í Versölum og skoð-
aði allan íburðinn þar, en gat þó
ekki varizt þeirri hugsun, hvern-
ig Henry myndi geðjast að hin-
um breiðu hvolfþakarekkjum,
sem þar gaf að líta.
Monsier Goerber hlaut að hafa
hafa átt við erfiða fæðingu að
stríða; hann var þreytulegur,
þegar hún kom aftur í búðina.
„Þessi hattur,“ tautaði hann
með vot augu, „það býr enskur
andi í honum — hann berjast
gegn mér! Ég spýta á hann —
hann spýta á mig á móti! Loks
ég setja fót minn á hann. Eg
sigra. Gjörið svo vel, mademoi-
selle.“
Han rétti henni hattinn, sem
hann hafði falið fyrir aftan bak.
28
HEIMILISRITIÐ