Heimilisritið - 01.06.1955, Page 32
þér grein fyrir því, að ég hef
ekki kysst þig ennþá?“
Emily brosti. „Tilheyrir það?“
„Vitanlega!“ Hann lagði hand-
legginn utan um hana.
Emily ýtti honum frá sér og
opnaði útidyrnar. „Á morgun“,
kallaði hún.
Það varð óviðjafnanlegur dag-
ur. Þau óku í hestvagni og héld-
ust í hendur, og Emily fannst
hún hafa hefnt sín á Henry.
Pierre kyssti hana á bekk í
skemmtigarðinum.
Svo fór hann með hana í veit-
ingahús við Signu til þess að
neyta einhvers.
„Það er synd, að þú skulir
ekki vera rík, Anna,“ sagði
hann. „Ef þú værir það, myndi
ég biðja þig um að giftast mér.
Hverju hefðirðu þá svarað?“
Hann greip um hönd hennar.
Hún heyrði litla rödd segja
hið innra með sér: „Eftir þessu
hefurðu beðið. Þetta er róman-
tík — ævintýri. Taktu við því.“
En hún hristi höfuðið. „Ég
hefði sagt nei,“ sagði hún. „Og
innst inni hefðirðu glaðzt yfir
því. Ég er alveg eins og fugl,
sem hefur verið í búri alla ævi
— og geðjast að því. Borgara-
legu og algengu búri, Pierre. Þú
ert frjáls — þú átt allan heim-
inn. Kanarífuglinn syngur lag-
lega, en hann deyr, ef honum er
sleppt úr búrinu.“
Pierre lyfti glasinu. „Þú ert
greind, Anna,“ sagði hann stilli-
lega.
Lestin til Calais var á eftir
áætlun, og Emily var farin að
óttast að hún missti af ferjunni.
Emily óskaði þess nú eins. að
komast aftur til Henry og fara
að fást við krakka og kjúklinga.
Það gerði ekkert þótt Henry
hefði lent í ævintýri í París —
eða þótt hún hefði sjálf þá sögu
að segja. Það var allt svo óraun-
verulegt.
Hún hljóp upp landgöngu-
brúna og létti stórum. Ferjubát-
urinn leysti landfestar fáeinum
mínútum seinna, og Emily gekk
yfir að hinum borðstokknum.
Henry stóð við hann og sneri
baki við henni.
„Jæja, Henry,“ sagði Emily.
„Hvemig vegnaði Abigael
frænku?“
Hann sneri sér við, leiftur-
snöggt. „Emily! Hvaðan ert þú
að koma?“
Hún brosti. „Frá Worthing um
París! Hvað voru það aftur
mörg kíló af kirsiberjum, sem
þú sauðst niður?“
Henry starði á hana. Svo hló
hann og tók hana í faðm sér.
Eftir litla þögn sagði hún:
30
HEIMILISRITIÐ