Heimilisritið - 01.06.1955, Qupperneq 32

Heimilisritið - 01.06.1955, Qupperneq 32
þér grein fyrir því, að ég hef ekki kysst þig ennþá?“ Emily brosti. „Tilheyrir það?“ „Vitanlega!“ Hann lagði hand- legginn utan um hana. Emily ýtti honum frá sér og opnaði útidyrnar. „Á morgun“, kallaði hún. Það varð óviðjafnanlegur dag- ur. Þau óku í hestvagni og héld- ust í hendur, og Emily fannst hún hafa hefnt sín á Henry. Pierre kyssti hana á bekk í skemmtigarðinum. Svo fór hann með hana í veit- ingahús við Signu til þess að neyta einhvers. „Það er synd, að þú skulir ekki vera rík, Anna,“ sagði hann. „Ef þú værir það, myndi ég biðja þig um að giftast mér. Hverju hefðirðu þá svarað?“ Hann greip um hönd hennar. Hún heyrði litla rödd segja hið innra með sér: „Eftir þessu hefurðu beðið. Þetta er róman- tík — ævintýri. Taktu við því.“ En hún hristi höfuðið. „Ég hefði sagt nei,“ sagði hún. „Og innst inni hefðirðu glaðzt yfir því. Ég er alveg eins og fugl, sem hefur verið í búri alla ævi — og geðjast að því. Borgara- legu og algengu búri, Pierre. Þú ert frjáls — þú átt allan heim- inn. Kanarífuglinn syngur lag- lega, en hann deyr, ef honum er sleppt úr búrinu.“ Pierre lyfti glasinu. „Þú ert greind, Anna,“ sagði hann stilli- lega. Lestin til Calais var á eftir áætlun, og Emily var farin að óttast að hún missti af ferjunni. Emily óskaði þess nú eins. að komast aftur til Henry og fara að fást við krakka og kjúklinga. Það gerði ekkert þótt Henry hefði lent í ævintýri í París — eða þótt hún hefði sjálf þá sögu að segja. Það var allt svo óraun- verulegt. Hún hljóp upp landgöngu- brúna og létti stórum. Ferjubát- urinn leysti landfestar fáeinum mínútum seinna, og Emily gekk yfir að hinum borðstokknum. Henry stóð við hann og sneri baki við henni. „Jæja, Henry,“ sagði Emily. „Hvemig vegnaði Abigael frænku?“ Hann sneri sér við, leiftur- snöggt. „Emily! Hvaðan ert þú að koma?“ Hún brosti. „Frá Worthing um París! Hvað voru það aftur mörg kíló af kirsiberjum, sem þú sauðst niður?“ Henry starði á hana. Svo hló hann og tók hana í faðm sér. Eftir litla þögn sagði hún: 30 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.