Heimilisritið - 01.06.1955, Side 33

Heimilisritið - 01.06.1955, Side 33
„Hvað kom til að þú fórst að fara til Parísar, ástin?“ Hann brosti kindarlega. „Þú skilur það sjálfsagt ekki, Emily, en ég hef lengi þráð að fara til Parísar. Sú borg er einhvem veginn táknræn fyrir allt, sem er rómantískt og — og spenn- andi . . .“ „Ó, Henry! Svo þig dreymir þá um rómantík, þig líka?“ „Og svo — svo var svo stutt til brúðkaupsins. Og ef ég hefði ekki farið nú, hefði aldrei orðið neitt úr því. Þess vegna sagði ég þér ósatt.“ Hann leit djúpt í augu henn- ar. „Eg skammast mín fyrir það, Emily, en ég hef ekki neitt að skammast mín fyrir af því, sem ég aðhafðist í París. Skilurðu mig?“ Emily kinkaði kolli. „Ég kynntist ungri stúlku þar,“ hélt hann áfram fastmælt- ur. „Og ég fór oft út með henni. Ég ...“ hann renndi niður munn- vatni — „ég kyssti hana líka. Það var eins og það lægi í loft- inu. Það hefði aldrei skeð í Bobblesworth/1 sagði hann að síðustu. „Já, það er eins og það liggi í loftinu," sagði Emily dreymandi. „Það sagði Pierre líka.“ „Pierre?“ Emily kinkaði kolli og fól andlitið við barm hans. „Það er sömu söguna að segja af mér líka, Henry,“ sagði hún þvoglu- mælt. „Hm — þetta er fallegur hatt- ur, sem þú ert með,“ sagði Henry. í sama bili kom vindhviða, og Emily lyfti hendinni til þess að halda hattinum, en það var of seint. Sköpunarverk monsieurs Goerbers var þegar komið á haf út og flaut í áttina til frönsku strandarinnar. Þau stóðu þétt saman og horfðu eftir hattinum, sem skoppaði á bárunum. „Ég held við ákveðum að hafa það tvíbreitt rúm, þegar til alls kemur, elskan,“ sagði Henry. Það var komið nýtt og áður ó- þekkt blik í augu hans. Hann leit út fyrir að vera til í að fella að velli — að minnsta kosti einn — dreka fyrir morgunverð. * Filmstjama hreinsar húðina Marilyn Monroe notar aldrei nætur- krem og þvær sér aldrei upp úr sápu- vatni. Á kvöldin nuddar hún koldkremi rækilega inn í húðina og lætur það ó- hreyft í io mínútur. Svo þurrkar hún það af, smyr andlit og háls að nýju og nuddar húðina lítillega. Síðan hreinsar hún allt krem vandlega burt og leyfir húðinni að „hvíla sig“ um nóttina. JÚNÍ, 1955 31

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.