Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 35
Leigjandinn______________________________
Löng sakamálasaga, sem lögreglusagnaskáldið
Erle Stanley Gardner telur einhverja þá beztu,
sem hann hefur Iesið. —
Höfundur hennar er William Irish.
í BIRTINGU um morguninn
gekk frú Collins upp stigann að
herbergi leigjanda síns á annarri
hæð með heitt rakvatn í skál.
Það var ekkert rennandi vatn í
húsinu og þess vegna varð hún
sjálf að færa honum rakvatnið á
morgnana. Það dagaði seint
þessa myrku miðsvetrardaga.
Borgin var enn í fasta svefni og
götumar voru skuggalegar.
Grafarþögn ríkti í húsinu. Ekk-
ert rauf kyrrðina nema lágvært
marrið í stiganum.
Hún barði að dyrum og beið
svars.
Hann hafði leigt hjá henni í
rúm tíu ár, eða síðan — nú já,
síðan Jerry hálfbróðir hennar
hafði komizt í hendur lögregl-
unnar. Davis gamli,^ leigjandi
hennar, forðaði henni frá að
missa húsið. Leigan, sem hann
greiddi vikulega fyrir herberg-
ið, var eina tekjulind hennar.
Fólk sagði að hann væri nurlari.
það hafði oft spurt hana hvort
hún héldi það væri satt, að hann
geymdi stórar fjárupphæðir £
herbergi sínu. Hún vissi það
ekki. En þótt hún hefði vitað
það, hefði hún þagað um það.
Hann var eini vinurinn, sem hún
átti.
Hann svaraði henni seint í
dag. Hún barði aftur, hærra en
fyrr. „Herra Davis, hér er rak-
vatnið yðar,“ kallaði hún.
Hún heyrði lágværa stunu fyr-
ir innan. Það var eitthvað við
þessa stunu, sem henni féll ekki
í geð. Hún minnti fremur á and-
varp deyjandi manns en manns
í svefnrofum. Hún setti vatns-
skálina á gólfið og sneri hurðar-
húninum.
Hurðin var ólæst. Hann svaf
alltaf fyrir ólæstum dyrum.
Hann hafði ekkert að óttast í
húsi hennar. Hún opnaði dymar,
og hún fann strax á lyktinni hvað
að var. Kolsýringur. Dulklædd-
ur og ósýnilegur dauði. Gamli
ofninn, sem yar í herberginu.
JÚNÍ, 1955
33