Heimilisritið - 01.06.1955, Page 36

Heimilisritið - 01.06.1955, Page 36
Hún hafði varað hann við að kveikja upp í honum. Hann hlýtur að hafa ætlað að ylja upp hjá sér áður en hann klæddi sig. Hún flýtti sér inn í herberg- ið, án þess að hugsa um öryggi sjálfrar sín. Hún hélt svuntunni fyrir vitum sér og hraðaði sér að glugganum. Það reið á að hleypa hreinu lofti inn í herbergið. Þótt Dauðinn væri ósýnilegur mennskum augum var hann þama engu að síður. Ógreinileg hitamóðan, sem titraði yfir ofn- inum, var eina sýnilega merkið um hættuna. Leigjandinn lá hálfklæddur á rúminu með ann- an handlegginn fyrir andlitinu. Hann hafði misst meðvitundina þegar hann ætlaði að fara að hnýta á sig skóna. Hún opnaði gluggann. Síðan hljóp hún að rúminu, velti hon- um við svo að hún náði tökum á honum, og hálf-bar hann yfir að glugganum. Hann var þung byrði fyrir gömlu konuna, en henni tókst að koma honum að glugganum. Hún vissi að það hafði ekki mátt tæpara standa. Ef hún hefði komið tveim mínútum síð- ar hefði verið úti um hann. En nú kom hann til sjálfs sín smátt og smátt, opnaði augun, hóstaði og barðist við að ná andanum og greip annarri hendi að háls- inum. Henni hafði tekizt að bjarga lífi hans. Hún skvetti vatni inn í ofninn til þess að kæfa klæðurnar. Síð- an vætti hún svuntuhomið og lagði það við enni leigjandans. „Hva —■ hvað kom fyrir?“ umlaði han. „Ég — ég býst við þér hafið bjargað lífi mínu.“ „Ég var búin að vara yður við ofninum,“ sagði hún ávítandi. „Yður hafði næstum heppnazt að fremja sjálfsmorð.“ Þegar hún fór frá honum og niður á neðri hæðina til að gegna skyldustörfum sínum, var hann staðinn á fætur og byrjaður að ganga um herbergið. Hann var dálítið máttfarinn, en að öðru leyti var hann búinn að ná sér eftir kolsýringinn. Þegar hann kom niður litlu síðar, á leið til bókaverzlunar- innar, sem hann rak, var hún að sópa útidyratröppurnar. Bóka- verzlunin var í hinum enda borgarinnar. Hann rak hana einn og ánnaðist sjálfur afgreiðsluna. Það var viðburður ef einhver rakst þangað inn til að verzla, enda var það ekki gróðinn, sem hann sóttist eftir. En hann elsk- aði bækur og hann var ham- ingjusamur meðal þeirra. Hann kom aldrei heim til sín fyrr en seint á kvöldin. Og stundum 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.