Heimilisritið - 01.06.1955, Qupperneq 37

Heimilisritið - 01.06.1955, Qupperneq 37
ferðaðist hann til nálægra kaup- staða og var í burtu tvo, þrjá daga, einungis til að komast yf- ir einhverja sjaldgæfa bók, sem hann hafði heyrt að væri til sölu. Þessi ferðalög hans hafa senni- lega komið þeim orðrómi á stað að hann væri fjáður maður. Frú Collins hélt áfram að sópa tröppumar meðan hún sá leigjandann fjarlægjast niður götuna. Hún hafði ekki augun af honum þangað til hann hvarf fyrir homið. Þá hætti hún allt í einu að sópa, fór inn í húsið og læsti dyrunum á eftir sér. Hún setti frá sér sópinn, gekk inn ganginn og niður þröngan stiga, sem lá niður í myrkan kjallarann. Hún gekk að læstum dyrum í kjallaranum og barði þrjú högg, og fyrir innan þær heyrð- ist lágvær hudgá. Lokum var skotið frá að inn- anverðu og hurðin þokaðist upp með langdregnu marri. Tvenn augu störðu á hana að innan, ein voru mennsk, en hin voru svört byssuhlaup. „Hann er farinn,“ hvíslaði hún. „Þú getur komið upp og fengið þér kaffi, Jerry.“ Tvíhleypan hvarf, dymar opn- uðust upp á gátt og þrekinn, ‘órakaður maður um fimmtugt stóð frammi fyrir henni. Fölt andlit hans bar því órækt vitni að hann hafði verið í fangelsi. „Það var tími til kominn,“ sagði hann ólundarlega. „Kuldinn héma niðri smýgur manni gegn- um merg og bein! Líttu eftir því að tjöldin séu dregin fyrir gluggana!“ Hundurinn stakk trýninu út milli fóta hans og urraði grimmi- lega. Maðurinn laut niður, og allt í einu snerist geðillska hans gegn hundinum. „Þegiðu!“ urr- aði hann. „Þú kemur upp um mig einn góðan veðurdag ef þú steinheldur ekki kjafti!“ Hann byrjaði að losa beltið, sem hann hafði gyrt sig með, og hann vafði því um hönd sér þannig að beltisspennan dinglaði laus. „Nei, Jerry, hættu —!“ sagði frú Collins 1 bænarrómi. „Skiptu þér ekki af því,“ urr- aði hann án þess að bæra varirn- ar. „Hunzkastu út — svo ég geti komizt að því að berja þig, skepnan þín!“ Hún flúði í ofboði upp stigann og þrýsti höndunum að eyrunum til þess að forðast að heyra væl- ið í hundinum. Hún lokaði kjall- aradyrunum á eftir sér, en svipuhöggin og kveinstafir hundsins þrengdu sér þó upp til hennar. Þegar hann kom upp í eldhús- ið skömmu síðar var hann að JIJNÍ, 1955 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.