Heimilisritið - 01.06.1955, Side 43
UNDRADRYKKURINN
Coca- Cola
Svarti drykkurinn
sem farið hefur sigurför
um allan heim, á sér 75 ára
furðulega sögu.
EINN KÓK! Þessi algenga
pöntun heyrist nú á degi hverj-
um hér á landi, til sveita jafnt
sem sjávar, þar sem smáverzl-
anir eru til. Allir vita hvað átt
er við — Coca-Cola, svaladrykk-
inn svarta í litlu, skrýtnu flösk-
unum. Og það er víðar en hér á
íslandi, sem menn þekkja „kók“.
Þessi drykkur er nú seldur í um
80 löndum um allan heim og
vinsældir hans virðast alls stað-
ar fara ört vaxandi.
Það þekkja allir „kók“ — en
þeir eru færri, sem þekkja sögu
þessa vinsæla svaladrykkjar. Sú
saga nær, þótt ótrúlegt kunni að
virðast, 70—80 ár aftur í tímann,
og hún hefur breitt sig um allan
heim með vaxandi hraða.
Hér á landi vita flestir, að
Coca-Cola er eitt af því léttmeti,
sem slæddist hingað til lands
með bandaríska hernum
snemma í styrjöldinni. Það
JÚNÍ, 1955
vakti athygli manna, hver ósköp
soldátarnir gátu drukkið af þess-
um miði, og forvitni vaknaði á
að reyna drykkinn. Nokkrir
slungnir verzlunarmenn, sem
verið höfðu í Bandaríkjunum,
sáu fljótlega leik á borði, og"
fengu umboð fyrir Coca-Cola.
Það var álitið nauðsynlegt til
þess að halda hermönnunum á-
nægðum og gera þeim lífið sem.
léttast hér úti á hjara veraldar,.
að þeir gætu fengið Coca-Cola..
Það reyndist því ekki mjög tor-
sótt að koma upp verksmiðju f
Reykjavík, sem innan skamms
sendi þúsundir Coca-Cola
flaskna á markaðinn, bæði hjá
setuliðinu og borgurum lands-
ins. Gulir bílar, sérstaklega
byggðir til að flytja slíkt góss,.
sáust á götum Reykjavíkur, og'
æ fleiri tóku að biðja um „kók“„
er þá langaði í svaladrykk.
Nú er eðlilegt, að menn spyrjir
41