Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 53

Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 53
II. ÞÁTTUR Stofur greifafrúarinnar. Greifafrúin harmar framferði eiginmanns síns. „Ást! Ó, heilaga hrifning“. Hún ákveður að koma upp um hann. Súsanna hleypir Cherubino inn og er hann nú klæddur í kvenmannsföt í því skyni að hann aðstoði við brell- urnar. Cherubino þykir vænt um þetta því að fyrir vikið verð- ur hann enn um stund í návist Barbarinu. Cherubino: „Hvaða kennd er þetta“. Allt í einu krefst gneifinn inngöngu. Allt lendir í fumi og fáti og Cheru- bino er neyddur til að stökkva út um gluggann. Greifinn skilur ekki neitt í neinu. í ofanálag á alla þessa furðulegu atburði kemur nú garðyrkjumaðurinn með bréf, sem hann hefur fund- íð á nýsporuðu blómabeði. Enn tekst Fígaró með miklum og há- værum útskýringum að firra greifafrúna vandræðum og leika á greifann. í þessum svifum kemur Marcellina og hamrar á heitrofsmálinu en það verður til þess að greifinn frestar brúð- kaupi Fígarós. III. ÞÁTTUR Salur í höll greifans. Greifinn hugsar sér að knýja Súsönnu til að þýðast sig með því að hóta að láta Fígaró ganga að eiga Marcellinu. Tvísöngur: Greifinn og Súsanna: „Of lengi hefur þú leikið á mig“. Súsanna læzt ætla að láta undan og segist munu hitta hann í garðinum um kvöld- ið. Það kemur nú upp úr kafinu, að Marcelline er móðir Fígarós, svo að ómögulegt er að knýja hann til að ganga að eiga hana. Greifafrúin og Súsanna koma sér sama um, að refsa greifan- um og Fígaró fyrir lauslæti þeirra. Hvor þeirra dulbýr sig sem hin og þannig fara þær út í garðinn til fundar við elskhuga sína. IV. ÞÁTTUR í garðinum. Súsanna bíður komu greifans og syngur hina fögru aríu: „Ó, kom minn kæri, fagri“. Cherubino kemur, og þar sem hann heldur að greifafrúin sé Barbarina, kyssir hann hana. Greifinn kemur, heldur að greifafrúin sé Súsanna og er mjög ákafur í ástleitni sinni. Verða nú ýms misgrip og mis- skilningur, en bráðlega segja þær Súsanna og greifafrúin hvemig í öllu liggur. Greifinn viðurkennir að leikið hafi verið á sig, og þrennir hamingjusamir elskendur ganga inn í höllina til að halda brúðkaup Fígarós og Súsönnu, Cherubinos og Bar- barínu. * JÚNÍ, 1955 51

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.