Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 57

Heimilisritið - 01.06.1955, Síða 57
Ekki get ég kastað krónu um kærleikann, —- því þeir eru þrír. Það er hart að þurfa að segja við þennan, já eða nei. — En ef ég elska þá alla þá verð ég að endingu —- piparmey! Já, — hvað skal, hvað skal segja . . . ★ ÞÚ ERT MÉR KÆR (Lng: Sven Gyldmark. — Texti: Val- gerðnr Ólafsdóttir. — Sungið af Jóhanni Möller á I. M. y8. — Lagið er sungið i Hvítasunnumynd Bœjarbíós í Hafnar- firði: Dœgurlagaskáldið) Hvert kvöld var mér lífið kvöl ég kveið fyrir dagsins önn. Nú kveða þúsund raddir gleðisöng. Við vorsins ástar óð mitt ólgar hjartablóð, er einn ég reika um laufguð skógargöng O, þú mín æskudrauma dís úr djúpi hugans mynd þín rís og birtir mér þín bros og tár og bernskuleiki — horfin ár. I mínum tónaheimi einn, aleinn ég undi en nú ert þú mitt hjartans ljúfa lag. Ég syng um þig við sólaryl um sumarkvöld minn gleðibrag. ★ EINU SINNI VAR (Lag: Svavar Benediktsson. — Ljóð: Kristján frá Djúpalæk. — Hlaut auka- verðlaun t danslagakeppni S.K.T.) Svo skotinn sem hann afi var í ömmiu, var ekki margt um fjas og sundurgerð. Hann sendi henni bónorðsbréf í pósti og bað um heiðrað svar með næstu ferð. Hann sagðist hafa átján ær í kvíum, og Árni hefði byggt sér hálfa Skor. En félli hennar fróma svar að líkum, þá færu þau að búa næsta vor. Og svarið kom, hún sagðist hafa borið hans seðil undir mömmu og pabba sinn. Þau álitu hann efni gott í bónda, þó ekki væri mikill bústofninn. Þau kvæðu hana kostum góðum búna og kunna að elda mat og sauma lín. Hún sagði ekki neitt í eigin nafni, en neðanundir bréfinu stóð — Þín. Þau giftu sig á sumardaginn fyrsta og sama vorið fluttu þau að Skor. Þau lifðu vel, og áttu börn og buru, því bæði höfðu vilja, kjark og þor. En hefði afi ekki skrifað bréfið og amma svarað draumi hans í vil, og reynzt svo einatt vaxin hverjum vanda, ég væri sennilega ekki til. ★ SEGÐU MÉR AÐ SUNNAN (Lag og texti: Steingrimur Sigfússon. — Sungið af Alfred Clausen) Segðu mér að sunnan um sólarlöndin gylltu, um Zambezi og ljón og tigrisdýr, Egypta og Blámenn og Arabana villtu og allt hið dularfulla, sem þar býr. Segðu mér að sunnan um Sviss og Italíu, um Suður-Frakkland, Vín og Buda-Pestr Istambul og Algier, Innsbruck og Rúmeníu, en ekki skaltu minnast á Triest! Ó, þú fagra Madrid, með ást og gítar- hljóm, JÚNÍ, 1955 55

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.