Heimilisritið - 01.06.1955, Side 63

Heimilisritið - 01.06.1955, Side 63
hann veitti því enga eftirtekt. Auk þess var hann vanur því, að móðir hans hefði alla innan- hússstjórn með höndum, svo að hann áleit sjálfsagt að enginn væri betur fallinn til að stjórna heimili en hún. Mörgum sinnum var Linda komin á fremsta hlunn með að biðja hann um að grípa fram fyrir hendurnar á móður hans, en alltaf var eitthvað, sem hélt aftur af henni. En svo skeði nokkuð, sem olli því að hún gleymdi öllum öðrum vanda- málum. Hún sat kvöld eitt í bókastof- unni við að skrásetja bækur, þegar barið var að dyrum og Agnes kom inn með Andrew á hælum sér. Agnes, sem venju- lega var róleg og stillileg, grét svo að tárin runnu niður hrukk- óttar kinnarnar. Linda hljóp til hennar. En Agnes kom ekki upp nokkru orði svo Linda sneri sér að húsbrytanum. „Hvað hefur komið fyrir, And- rew?“ Gamli maðurinn var fölur í framan, og röddin skalf þegar hann svaraði: „Þetta er þugbær dagur fyrir okkur, Linda. Okkur Agnesi hef- ur verið sagt upp. Frú Kinlock segir, að við séum orðin of göm- ul, en við vitum þó bæði, að við gegnum vammlaust okkar starfi, og það er þungbær þraut að vera rekin úr starfi, eftir fjöru- tíu ára dygga þjónustu. Við höf- um litið á Kinlock Hall sem heimili okkar, og nú verðum við neydd til að flytja niður í þorp- ið. Og hvað skyldi fólk halda um okkur? Hvernig eigum við að geta litið framan í nokkurn mann eftir þetta?“ Linda varð svo reið, að hún gat varla stillt sig. Hún stóð við gluggann um stund, en svo sneri hún sér að þeim. „Agnes, hættu að gráta. Þetta hlýtur að vera einhver misskiln- ingur, og ég skal tala við frú Kinlock undir eins. Eru fleiri, sem hafa sömu sögu að segja og þið?“ „Já, Elsbeth og Thomas.“ „Farðu og náðu í þau,“ sagði Linda. „Við Andrew förum inn til frúarinnar og bíðum ykkar þar.“ Hún gekk hnarreist á undan Andrew inn í herbergið, þar sem frú Kinlock sat niðursokkin við skriftir. Gamla frúin leit undrandi á þau. „Hvað á þetta að þýða? Ég er upptekin.“ í sama bili kom Agnes inn í fylgd með Elsbeth og Thomas, JÚNÍ, 1955 61

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.