Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 4
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST BERIÐ SAMAN VERÐ OG GÆÐI Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 VELDU GRILL SEM EN DIST OG ÞÚ SPARA R 49.900 Kraftmikið, meðfærilegt og frábærlega hannað gasgrill fyrir heimilið eða í ferðalagið Frábært á svalirnar eða á veröndina www.grillbudin.isOpið kl. 11 - 18 virka dagaOpið kl. 11 - 16 laugardaga veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Rigning og svalt um mest allt land. ÞuRRt a-til. HöfuðboRgaRsvæðið: AlskýjAð og rigning eðA skúrir. léttiR til um nóttina, en aftuR Rigning s-og v-lands síðdegis. HöfuðboRgaRsvæðið: Fer Að rignA um hádegi. svalt og víða skúRiR, síst Þó sa-lands. HöfuðboRgaRsvæðið: strekkings- vindur og skúrAleiðingAr. svAlt. enn ótíð suðvestanlands kuldi í háloftunum veldur því að bæði verður svalt og úrkomu- samt meira og minna sunnan- og vestanlands um helgina. eins verður strekkingsvindur og almennt séð engar hitatölur til að hrópa húrra yfir. á laugardag verður þó að mestu þurrt framan af degi, en fer síðan að rigna frá nýrri lægð. v-vindur og skúrir um mest allt land á sunnudag. 9 7 10 13 9 10 11 12 12 10 9 7 7 7 10 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is vara við auknu laxeldi landssamband veiðifélaga varar við yfirlýsingu atvinnuvegaráðherra um fyrir- hugaða breytingu á leyfisveitingu laxveiða. „við teljum algerlega óásættanlegt að slaka á kröfum um þessa starfsemi,“ segir Óðinn sigþórsson formaður félagsins. „reynslan sýnir að þar sem fiskeldi hefur verið starfrækt í einhverjum mæli að þetta er mengandi starfsemi með mikil umhverfisá- hrif. ennfremur hafa laxar sloppið úr kvíum og getur það haft ófyrirsjáanlegar og óaftur- kræfar afleiðingar fyrir íslenska laxastofninn sem er töluvert ólíkur norska stofninum sem notaður er til eldis,“ segir Óðinn. -sda miðbær og vatnsmýrin vinsælust miðbærinn og vatnsmýrin reyndust vinsælust af mögulegum nýbygg- ingarsvæðum í reykjavík. Þetta kemur fram í nýrri bústetuóskakönnun sem unnin var fyrir reykjavíkurborg og rannsóknarverkefnið Betri borgarbragur. Eldri hverfin í reykjavík halda annars stöðu sinni og eru vinsælust þegar spurt er um búsetuóskir fólks. Flestir svarendur, sérstaklega þeir yngri, vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum. einnig var athyglisvert að um helmingur svarenda bjóst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára. 87% þeirra gerði ráð fyrir að flytja innan borgarinnar þar af um helmingur innan sama hverfis. -sda Alls völdu 13 prósent aðspurðra útivistar- hverfi eins og grafarholt og úlfarsárdal, þar sem myndin er tekin. Ljósmynd/Hari Þ að skýtur skökku við að ríkisstjórn sem kennir sig við vestræna sam-vinnu, lýðræði og frjálsa verslun hafi efasemdir um ESB-aðild því hún stuðlar ein- mitt að Evrópusamvinnu, lýðræði og frjálsri verslun,“ segir dr. Magnús Bjarnason stjórn- málahagfræðingur. Magnús telur afstöðu ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsað- ildar vekja upp spurningar um það hvort um þekkingarleysi sé að ræða eða hvort andstaða við aðild hafi verið talin hentug til atkvæða- og styrkjaveiða fyrir síðustu kosn- ingar. „Einnig gæti verið að einhverjir óttist að missa spón úr aski sínum við ESB-aðild og reyni því að kippa í spotta eins og hægt er. Það er lítill hópur fólks sem þiggur styrki og lifir á bak við tollmúra og ákveðna vernd frá almennum markaði,“ segir Magnús. Í vikuritinu Vísbendingu sem kom út um miðjan síðasta mánuð ritaði Magnús grein undir heitinu Hvort vilja Íslendingar frjálsa verslun eða höft? Í greininni kemur meðal annars fram að hann telji kosti aðildar fleiri en ókosti fyrir níutíu prósent landsmanna og að umræðan hér á landi einkennist af upp- hrópunum frekar en af upplýstri umræðu. Jafnframt kemur fram í greininni að við að- ild að Evrópska efnahagssvæðinu hafi Ísland orðið aukaaðili að ESB og gengist undir fjór- frelsið; frjálsan flutning vinnuafls, iðnaðar- vöru, fjármagns og þjónustu. Það sem upp á vanti að EES-aðildin jafngildi fullri aðild sé þátttaka í tollabandalagi, landbúnaðar,- og sjávarútvegsmálum, myntsamstarfi og yfirstjórn. Með aðild að tollabandalaginu myndi liðkast um verslun þar sem næstum þrír fjórðu hlutar inn- og útflutnings fari til aðildarríkja Evrópusambandsins og því muni um minna. Að sögn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra er það skylda ríkis- stjórnarflokkanna að fylgja vilja kjósenda og þeirri stefnu sem lagt var upp með í síðustu alþingiskosningum. „Þjóðin lagði traust sitt á Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokk næstu fjögur árin og flokk- arnir hafa lýðræðislegt umboð til að fylgja eftir stefnu sinni varðandi ESB og önnur mál.“ Gunnar Bragi telur það ekki fela í sér vanmat á mikilvægi góðra samskipta við aðildarríki ESB að gera hlé á aðildar- viðræðum. Þvert á móti sé ætlunin að efla samskiptin á vettvangi EES-samningsins og á öðrum sviðum, svo sem á sviði orku- mála, norðurslóða, sjávarútvegs,- landbún- aðar-, öryggis- og varnarmála. Innan utanríkisráðuneytisins fer nú fram skipulagning á því hvernig styrkja megi aðkomu Íslands að EES-samningn- um. „Hrunið varð til þess að við tókum skref aftur á bak og skárum þátttöku okk- ar mikið niður. Við erum að skoða hvernig best sé að haga samvinnu við ESB, það er hvort við styrkjum sérfræðingahóp okkar í Brussel eða verjum fjármagni í fundasókn þeirra héðan. Framhjá því verður ekki horft að ef við viljum beita okkur í málum á fyrri stigum þurfa okkar sérfræðingar að hafa til þess svigrúm,“ segir Gunnar Bragi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar kemur fram að vinna eigi að úttekt á stöðu aðildarviðræðnanna og þróun mála innan sambandsins og að sú úttekt verði lögð fyrir alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir landsmönnum. dagný Hulda erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  evrópusambandið telur kosti aðildar Fleiri en ókosti purning um þekkingar- leysi ríkisstjórnarinnar dr. magnús Bjarnason stjórnmálahagfræðingur telur umræðu um evrópusambandsaðild á Íslandi einkennast af upphrópunum frekar en upplýstri umræðu og að það skjóti skökku við að ríkisstjórn sem kenni sig við vestræna samvinnu, lýðræði og frjálsa verslun hafi efasemdir um ESB-aðild því hún stuðli einmitt að þessu þrennu. gunnar Bragi sveinsson utanríkisráðherra segir afstöðu ríkis- stjórnarinnar til esB aðildar ekki fela í sér vanmat á mikilvægi góðra samskipta við sambandið, þvert á móti sé ætlunin að efla samskiptin á vettvangi EES-samningsins og á öðrum sviðum. dr. magnús bjarnason stjórnmálahag- fræðingur. gunnar bragi sveinsson utan- ríkisráðherra. lífeyrissjóðirnir sanka að sér hlutabréfum lífeyrissjóðirnir eru umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði. Þrír stærstu lífeyris- sjóðir landsins eru lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, lífeyrissjóður verslunar- manna og gildi lífeyrissjóður. Þessir þrír lífeyrissjóðir áttu 88 milljarða króna af hlutafé að markaðsvirði í félögum sem skráð voru á aðallista kauphallarinnar 4. júlí, samkvæmt síðustu útgáfu hlut- hafalista fyrir 20 stærstu hluthafa skráðra félaga, að því er fram kemur hjá greiningu Íslandsbanka. heildar- eign lífeyrissjóða í hlutabréfum skráðra hlutafélaga, að Framtakssjóði Íslands undanskildum, nam 123 milljörðum króna og eru því þrír stærstu lífeyris- sjóðirnir með um 71% af heildar eign allra lífeyrissjóða í skráðum hlutabréfum í kauphöllinni. miðað við markaðsgengi 4 júlí var markaðsverð þeirra félaga sem eru á aðallista kauphallarinnar um 401 millljarður króna, að frátöldum færeysku félögunum þremur sem skráð eru. Af þessum 401 milljarði nemur 123 milljarða eign lífeyrissjóðanna 31% af heildar markaðsvirði skráðra hlutabréfa á Íslandi. - jh 4 fréttir helgin 12.-14. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.