Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 12.07.2013, Qupperneq 10
Dönsku astma- og ofnæmissamtökin Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá FÁÐU GÓÐ RÁÐ VIÐ OFNÆMI NEUTRAL.IS Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. E Engin rök eru fyrir því að íslenskir nemendur ljúki stúdentsprófi tveimur árum síðar en nemendur í nágrannalöndunum, 20 ára í stað 18 ára. Í skýrslum hefur verið sýnt fram á þjóðhagslega hagkvæmni sam-fara styttingu náms, nú síðast í tillögum sem verk- efnastjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld sem kynntar voru í maí. Þar kom fram, eins og getið var í leiðara Fréttatímans, að þjóðhagslegur ábati af útskrift íslenskra nemenda á sama aldri og gerist í Evrópu sé mikill og löngu tímabært að stefna að slíku. Þar sagði að með því að stytta grunnskólann um eitt ár og framhalds- skólann um annað ykist landsfram- leiðsla á bilinu 3 til 5 prósent vegna þess að tveir árgangar bættust við vinnu- markaðinn fyrr en ella. Fram kom í frétt Morgunblaðsins fyrr í vikunni að skólanefnd Verzlunarskóla Íslands hefði samþykkt að hefja vinnu við endurskipulagningu skólans með það að markmiði að stytta skólann um eitt ár. Haft var eftir Inga Ólafssyni, skólastjóra Verzlunarskólans, að miðað sé við að skólinn verði til- búinn að innrita fyrstu nemendurna í þriggja ára nám vorið 2015. Skólastjórinn benti á að málið hefði mikið verið rætt bæði af Samtökum atvinnulífsins og Við- skiptaráði og þar kallað eftir að árum til stúdentsprófs sé fækkað. „Auðvitað eru skiptar skoðanir á þessu, en við höfum mikið rætt þetta í skólanefndinni, þar sem fólk sem hefur mikil tengsl við atvinnulífið. Niðurstað- an var sú að unnið verður að því að Verzlunarskólinn verði þriggja ára skóli,“ segir skólastjórinn en bætir því við að ekki hafi verið útilokað að einnig verði boðið upp á fjögurra ára nám í einhvern tíma. Þessari ákvörðun skólanefndar Verzlunarskólans ber að fagna. Hún er liður í því að þegar fram í sækir útskrifist íslenskir stúdentar á sama aldri og jafnaldrar þeirra í nágrannalöndum okkar. Kvennaskólinn hefur áður boðið upp á þriggja ára nám og rétt er það sem Páll Vilhjálmsson áréttar á bloggsíðu sinni í framhaldi ákvörðunar skólanefndar Verzlunarskólans, að fjöl- brautaskólar bjóða nemendum upp á þann möguleika að ljúka stúdentsprófi á þremur árum, kjósi þeir það, geti raunar valið sinn námshraða og lokið stúdents- prófi á þremur til fimm árum. Hann bendir jafnframt á að fjölmargir framhaldsskólar veiti nemendum efstu bekkja grunnskóla möguleika á að taka einingar til stúdentsprófs samhliða grunnskólanámi. Ofmælt er hins vegar hjá Páli að Samtök atvinnulífsins séu með ábendingum sínum í herferð gegn framhaldsskól- unum. Málflutningur samtakanna hefur snúið að þjóð- hagslegum hag samfara styttingu námstímans. Sveigjanleiki er mikilvægur í kerfinu enda hentar sami námshraði ekki öllum en meginstefnan hlýtur þó að vera sú að stytta námstímann til stúdentsprófs, annars vegar í framhaldsskóla og hins vegar í grunn- skóla. Ýmislegt þarf vitaskuld að koma til svo þetta gangi upp og breytingarnar taka tíma. Fram kemur hjá skólastjóra Verzlunarskólans að hann treysti því að lögum frá árinu 2008 verði hrint í framkvæmd en þau kveða á um að lengja skólaárið um fimm daga. Hann bendir einnig á hið augljósa að ná verði samningum við Kennarsambandið um endurskipulagningu kenn- arastarfsins. Ekki er að efa að ákvörðun skólanefndar Verzlunar- skólans hefur áhrif á aðra framhaldsskóla þegar til lengdar lætur. Endurskoðun á skólakerfinu er meðal þess sem þörf er á til þess að auka hagvöxt, eins og verkefnastjórn Samráðsvettvangsins bendir á, svo Ís- lendingar skipi þann hóp þjóða sem búa við best lífs- kjör. Íslenskt menntakerfi verður að vera samkeppnis- fært við sambærileg menntakerfi austan hafs og vestan. Nýta þarf sem best tíma kennara og nemenda. Ávinningurinn sem fæst af styttingu náms til stúdents- prófs felst meðal annars í hærri ævitekjum fólks og samhliða því aukinni þjóðarframleiðslu. Jákvæð þjóðhagsleg áhrif ákvörðunar skólanefndar Verzlunarskóla Íslands Þriggja ára framhaldsskólanám Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Veðrið er ekki svo með öllu illt Geitungar eiga erfitt í ár, maður sér varla kvikindi. Geitungarnir fóru seint af stað í vor enda kalt í veðri. Erling Ólafsson, skor- dýrafræðingur, út- skýrir kærkomna fjarveru geitunganna. Ég þarf samt ekkert að sitja á bekknum! Þótt þú sért lögga þá þarftu ekki að draga fólk eftir götunni. YouTube-hetjan Maggi Mix sendir kveðju til löggunnar sem handtók ölvaða konu og tók engum vettlingatök- um á Laugaveginum. Þú ert rekinn (bros- kall og læk) Það er vissulega óheppilegt ef fólk fær svona fréttir frá einhverjum öðrum leiðum en ekki frá okkur beint en hann fékk vitneskju frá okkur í hvaða farveg þetta færi löngu áður en það komst í fjölmiðla. Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri á höfuðborgar- svæðinu, svarar fyrir það að harðhenta handtökulöggan hafi frétt á Facebook að honum hefði verið vikið frá störfum. Gungur og druslur! Það er meira kjarkleysið og aumingjadómur ef menn geta ekki einu sinni leyft þessu að vera í nefnd fram að hausti. Mér finnst lítil reisn í því – afskaplega lítill hugur. Steingrímur J. Sigfússon skammaði meirihlutann á þingi fyrir áhugaleysi á beiðni uppljóstrarans Edward Snowden um ís- lenskan ríkisborgararétt. Rautt er æði Mér finnst þetta æðislegt, ég geng bara út um allt og segi öllum að ég sé rauð- hærðasti Íslendingurinn. Hafdís Karlsdóttir var út- nefnd Rauðhærðasti Íslend- ingurinn árið 2013 á Írskum dögum á Akranesi og er í skýjunum með titilinn. Véfréttin á Bessa- stöðum Ég bara veit það ekki. Það er rosalega erfitt að lesa í Ólaf. Ísak Jónsson, annar forsvarsmanna undir- skriftasöfnunarinnar þar sem skorað var á Ólaf Ragnar Grímsson að synja nýjum lögum um veiðigjald, var engu nær eftir að hann afhenti forsetanum undirskrifta- bunkann.  Vikan sEm Var 10 viðhorf Helgin 12.-14. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.