Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Side 12

Fréttatíminn - 12.07.2013, Side 12
Ég var döpur þegar ég las athugasemdir um konuna sem sigrað á Wimbledon „Of ljót til að vinna á Wimbledon“ M arion Bartoli heitir hún, nýjasta stjarn-an í tennisheim- inum. Hún kom sá og sigraði á Wimbledon-mótinu en fyrir mótið var hún í 15. sæti á styrkleikalista Alþjóðatennissam- bandsins. Hin franska Bartoli er hér á myndinni með bikarinn sem kallast Venus Rosewater- diskurinn að fagna stærsta áfanganum í lífi sínu. Misjafnt er hvað fólk hugsar þegar það sér slíkum sigri fagnað. Sýnt var frá þessu í beinni út- sendingu á BBC þar sem kynnirinn John Inverdale velti því fyrir sér hvort pabbi Bartoli hefði sagt við hana sem unglingsstúlku að hún komi aldrei til með að hafa útlitið með sér, „never going to be a looker,“ og því þurfi hún að bæta upp fyrir það með því að vera sérstaklega hörð í horn að taka á tennis- vellinum. BBC hefur beðist afsökunar á þessum ummæl- um kynnisins, sem raunar er bæði reyndur og virtur. Í úrslitaleiknum keppti Bartoli við Sabine Lisicki, ljóshærða fegurðardís. Útlit Lisicki virtist heilla áhorfend- ur ef marka má athugasemdir af Twitter um útlit hennar, en þó frekar um útlit Bartoli. Hér eru aðeins nokkrar, þýddar á íslensku. Viðkvæmar sálir skulu hætta núna að lesa. „Ég hélt með Lisicki því Bartoli er ljót og hún lítur út fyrir að hafa hellt Bertolli-olíu yfir andlitið á sér og hárið, ol- íuborna franska tík.“ „Bartoli er of ljót til að vinna á Wimble- ton.“ „Bartoli lítur út eins og sambland af karlmanni og apa.“ „Ég vorkenni þeim sem veitti verðlaunin fyrir að hafa þurft að kyssa Bartoli, þetta feita, ljóta, sveitta svín.“ „Jæja, Bartoli, nú ertu komin með diskinn þinn. Farðu aftur í eldhúsið og búðu til samlokur handa öllum.“ „Marion er feit og pirrandi. Hún er samt með stífar geirvörtur.“ „Bartoli er líkari karlmanni en konu. Ég hata hana.“ „Ég held með Lisicki því hún er flott. Bartoli yrði ekki einu sinni nauðgað.“ Eftir að lesa þessi ummæli var ég innilega döpur, bæði í sálinni og í hjartanu. Mér fannst ég finna fyrir líkam- legri depurð og tómleika yfir því að stórkostleg íþróttakona fái þessi viðbrögð þegar hún sigrar á virtasta tennismót heims. Ég var döpur yfir því að til sé fólk sem lítur framhjá hæfileikum hennar og gerir lítið úr útliti hennar. Ég var líka döpur yfir því að til sé fólk sem ákveður að dreifa slíku til annarra með því að skrifa það á Netið. Það er samfélagsmein hvernig útlit kvenna er notað til að niðurlægja konur og halda aftur af þeim. Sam- félagið allt tekur þátt í þessu með hjálp frá auglýsingum, tónlistarmyndböndum, snyrtivöruframleiðendum og fatahönnuðum. Kröfurnar eru þannig að jafnvel fegurstu konur finna eitthvað hjá sjálfri sér, eitthvað smáatriði, sem ekki er nógu gott. Ofurfyrir- sætan Cindy Crawford sagði á dögunum að hún hefði heitið sjálfri sér að sættast við líkama sinn fyrir fimmtugt. Jahá. Í fyrstu viðtölunum eftir sigurinn sagði Bartoli að hún tryði því vart að æskudraum- urinn hefði ræst: „Þetta er besti dagur lífs míns.“ Hún hughreysti líka Lisicki og sagðist viss um að hún fengi annað tækifæri til að berjast um titilinn. Ég veit ekki hvort Bartoli hefur lesið allt sem um hana var skrifað á Twitter en hún frétti allavega hvað BBC- kynnirinn sagði. Hennar viðbrögð: „Þetta er algjört aukaatriði. Ég er ekki ljós- hærð, það er rétt. Hefur mig dreymt um að komast á samn- ing sem fyrirsæta? Nei, því miður. En hefur mig dreymt um að sigra á Wimbledon? Já, heldur betur.“ Vikan í tölum www.volkswagen.is Fullkominn ferðafélagi Volkswagen Tiguan Tiguan Sport & Style kostar frá 6.180.000 kr. Volkswagen Tiguan er einn best búni sportjeppinn á markaðnum. Fullkomið leiðakerfi fyrir Ísland sér til þess að þú ratir alltaf rétta leið. Svo getur komið sér vel að hafa rétta aukabúnaðinn. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Volkswagen Tiguan fáanlegur með lykillausu aðgengi Eyðsla frá 5,8l/100 km Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is sjónarhóll 8,6 milljarða vantar á þessu ári til að verja grunn heilbrigðis- þjónustunnar, að því er Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra segir. Landsmeinn eiga tvo kosti að mati ráðherrans, að horfa upp á heilbrigðiskerfið molna niður eða gera þjóðarsátt um að verja það. ár tæp eru síðan Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands. Hann er nú orðinn sá lýðræðislega kjörni þjóðarleiðtogi sem lengst hefur setið í Evrópu. Reyndar má deila um hvort leiðtogi Hvíta-Rússlands, Alexander Lukashenko, skáki Ólafi Ragnari. Hann hefur setið í tæp 19 ár en umdeilt er hvort síðustu forsetakosningar þar voru lýðræðislegar. 17 ár eru frá opnun Hvalfjarðarganga. Allar skuldir vegna ganganna verða greiddar eftir fimm ár, að sögn Gísla Gíslasonar, formanns Spalar, sem rekur göngin. Þá verða þau afhent ríkinu. Gísli gerir því ráð fyrir því að frá árinu 2018 geti ökumenn ekið gjaldfrjálst um göngin. Um 5.200 bílar aka um Hvalfjarðargöng á degi hverjum að meðaltali.25,1 gráðu hiti mældist á Hallormsstað og á Egilsstaðaflug- velli klukkan þrjú á miðvikudaginn. Þá var hitinn 24 gráður í Ásbyrgi og 22,8 gráður á Akureyri. Á meðan skýldu íbúar höfuðborgar- svæðisins sér undir regnhlífunum. 15 OPNUM NÝJAN STAÐ UM HELGINA GIRNILEGAR SAMLOKUR, KRÆSILEGAR VEFJUR MEÐ NÝPRESSUÐUM DJÚS AÐ SMEKK HVERS OG EINS. NJÓT TU HELGARINNAR KIRKJUTORG 4 … 101 REYKJAVÍK … SÍMI: 571 1822 … 12 viðhorf Helgin 12.-14. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.