Fréttatíminn - 12.07.2013, Page 23
REGATTA 8
25% afsláttur
Kr. 467.500,-
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • fastus@fastus.is • www.fastus.is
Tilboð gilda til og með 31. ágúst eða á meðan birgðir endast.
Njóttu lífsins
Hafðu samband
og við hjálpum þér
að finna rafskutlu
við hæfi
Fastus býður uppá fjölbreytt úrval af rafskutlum
Meðfærilegar í notkun • Einfaldar stillingar
NEO 8
25% afsláttur
Kr. 345.000,-
É g hafði enga reynslu af því að fara í svona ferð en hafði töluverða reynslu í kajaksiglingum. Í rauninni verða verkefni ekki mikið stærri í
þessu sporti. Ísland þykir mjög erfitt á heimsmæli-
kvarða og er með erfiðari heimssvæðum að róa,“ segir
Guðni Páll Viktorsson, starfsmaður hjá Össuri. Hann
hefur frá 30. apríl síðastliðnum verið í útilegu og er
búinn að róa um það bil 1650 km á kajak í kringum
landið til þess að afla fjár fyrir Samhjálp. Áætlunin er
að fara allan hringinn og á hann um það bil 650 km
eftir. Guðni segist vera
mjög ánægður yfir tæki-
færinu að fara út í þetta
ferðalag.
Veðurguðirnir hafa
verið Guðna óhagstæðir
og ferðin hefur tafist
um hálfan mánuð vegna
veðurs. „Ég er nátt-
úrulega búinn að vera
alveg ótrúlega óheppinn
með veðrið og öll önnur
sumur hefðu gengið
betur en akkúrat þetta,
maður verður bara að
takast á við það. Ég er
nokkuð viss um að þetta
er erfiðasta ferð sem
hefur verið farin á kajak
í kringum landið, veður-
lega séð,“ segir Guðni.
Vinnuveitendur Guðna hafa sýnt honum mikinn
skilning, að hans sögn, og hafa staðið mjög þétt við
bakið á honum. Hann segir að það hefði ekki verið
hægt að fara út í ferðina nema með skilningsríka
vinnuveitendur.
Guðni segir að ferðin hafi verið undirbúin í þaula og
að hann hafi sjálfur undirbúið sig andlega og líkam-
lega í um eitt ár með því til dæmis að sækja námskeið
erlendis.
„Gísli H. Friðgeirsson aðstoðaði mig mjög mikið en
hann fór í kringum landið árið 2009, eini Íslendingur-
inn sem hefur farið slíka ferð,“ segir Guðni.
Guðni segist reyna að bola hræðslutilfinningum
burt þegar aðstæður verða erfiðar enda þurfi hann að
vera í réttu formi til að einbeita sér og fara varlega.
„Ég er með frábært fólk heima fyrir, bæði fjölskyldan
og menn sem ég er með í landi sem taka fyrir mig
veður og annað,“ segir hann.
Guðni segir að vel hugað sé að öryggismálum,
„Minn öryggisbúnaður felst fyrst og fremst í því að ég
er með neyðarsendi á mér sem er í beinu sambandi
við Landhelgisgæsluna og þeir fylgjast mjög náið með
mér og stundum oft á dag, þegar ég fer af stað og þeg-
ar ég kem í land. Og svo er ég með síma og talstöð,“
segir Guðni. Einnig er hann með staðsetningartæki
sem kveikt er á þegar hann er að róa og menn sem
þekkja til fylgjast vel með. Þó segir Guðni að hann
þurfi að vera mjög duglegur að halda uppi eigin örygg-
iskröfum. „Ef mér líst ekki á, þá fer ég bara í land og
reyni að finna mér öruggan stað í landi,“ segir hann.
„Þetta er náttúrlega aldrei 100 prósent öruggt, eins
og í öllum leiðöngrum er alltaf einhver áhætta,“ segir
Guðni.
Það er um það bil einn þriðji eftir af ferðinni hjá
Guðna en talið er að erfiðasti kaflinn sé að baki.
„Það er ekki eins og ég sé að fara róa niður á móti
núna, eins og margir halda, að Austurlandið halli
niður á við. Það er ekki alveg svo gott,“ segir Guðni og
hlær.
En Guðni hefur líka fengið logn og blíðu á ferð sinni
á kajak í kringum landið og segir að á slíkum dögum
sé ferðin draumi líkust. „Að vera einn breytir manni
og maður fær hreinlega öðruvísi sýn á lífið,“ segir
Guðni.
Guðni Páll safnar áheitum til styrktar Samhjálp.
Hægt er að heita á hann á heimasíðu verkefnisins:
aroundiceland.wordpress.com. Markmið Samhjálpar
er að styðja við einstaklinga sem hafa farið halloka í
lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra sam-
félagslegra vandamála.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Guðni Páll kynnir verkefnið sitt, Lífróður Samhjálpar.
Bragagata, Laugavegur og Suðurlandsbraut / 562 3838 / eldsmidjan.is
Við sækjum
á bra braBragagötu!
viðtal PB
Helgin 12.-14. júlí 2013