Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Side 34

Fréttatíminn - 12.07.2013, Side 34
34 ferðir Helgin 12.-14. júlí 2013  sumarfrí Borgar- og sólstrandarferð í einum og sama pakkanum www.utilif. is Scarpa Hekla GTX Klassískir gönguskór fyrir dömur. Verð: 59.990 kr. Meindl Kansas GTX Sérlega þægilegir og traustir, með Gore-Tex vatnsvörn. Fáanlegir í dömu- og herra útfærslu. Verð: 42.990 kr. Meindl Island GTX Hálfstífir og marg- rómaðir. Fáanlegir í dömu- og herra útfærslu. Scarpa Ladakh GTX Vinsælir og öflugir í lengri göngur. Verð: 59.990 kr. Betra útsýni í betri gönguskóm Verð: 52.990 kr. Á R N A S Y N IR 20% afsláttur Gildir í júlí Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun. í þessum stórbæjum geturðu stungið þér í mannhafið eftir strandferð í miðri borginni. Kristján Sigurjónsson mælir með þessum sex borgum fyrir þá sem vilja sameina borgar- og sólar- strandaferð. Barcelona Önnur fjölmennasta borg Spánar er ljómandi fínn strandbær. Bar- celoneta hverfið liggur að Miðjarð- arhafinu og þar kæla borgarbúa sig niður í bláum sjónum og njóta dagsins í ró og næði á ströndinni. Það er gott úrval af matsölustöðum í Barceloneta og svo tekur aðeins hálftíma að rölta á Römbluna fyrir þá sem vilja komast í stórborgar- stemningu. Berlín Vötnin og áin Spree sjá um að kæla íbúa Berlínar niður á sumrin. Við Wannsee er að finna stærstu bað- strönd Evrópu sem er inn í miðju landi og við Weissensee fer vel um börn. Badeschiff laugin, út á miðri Spree, er líka vinsæl þegar hitinn fer langt yfir tuttugu gráðurnar. Kaupmannahöfn Amager Strand er manngerð strönd, ekki svo langt frá Kastrup flugvelli. Þar er nægt pláss fyrir þá sem vilja sóla sig eða baða í volgum sjónum. Það er minnsta mál að taka metró þangað út eftir. Við Islands brygge er svo eitt af nýjustu kennileitum borgarinnar, Havnebadet. Þar er hægt að stinga sér af 5 metra háum palli eða busla í barnalauginni. Við Klampen- borg er líka ljómandi fín strönd, Bellevue. Þar geta fastakúnnar í Epal sest inn á Arne Jacobsen veitingastaðinn á milli boltaleikja í sandinum. Stokkhólmur Þeir sem heimsækja Feneyjar norðursins á sumrin geta valið úr nokkrum stöðum til að svamla í svalandi vatni. Suðaustur af mið- borginni er það hinn græni Lång- holmen sem lokkar til sín Stokk- hólmsbúa á góðviðrisdögum. Á hólmanum er hægt að breiða úr sér á grasinu og fylgjast með alls kyns bátum og skútum sigla framhjá. Í norðurhluta borgarinnar er suðrænu stemninguna að finna við Brunnsviken vatnið sem liggur meðfram hinum ægifagra Haga garði, þar hefur krónprinsessan býr. Við Frescati Haga busla börn og á klöppunum allt í kring sóla þeir sig sem vilja njóta blíðunnar í friði og ró. Toronto Það þarf ekki að fara langt út fyrir háhýsabyggðina í stærstu borg Kanada til að komast á eina vinsælustu baðströndina við Ont- ario vatn. Þú sest einfaldlega upp í sporvagn á leið í austur eftir Queen Street og eftir um korter frá miðborginni ertu kominn út að The Beaches hverfinu. Þar er þriggja kílómetra löng sandströnd, stór sundlaug og hellingur af veit- ingastöðum og verslunum. Zürich Íbúarnir halda því fram að vatnið sem rennur í gegnum Zürich sé næstum drykkjarhæft. Þeir hika því ekki við að skella sér út í þær ár og vötn sem finna má innan borgarmarkanna. Það er úr fjölmörgum baðstöðum að velja og flestir rukka fyrir aðganginn. Við Lido Mythenquai er 250 metra löng sandströnd sem er öllum opin. Þar geturðu synt í Zürich vatni og dáðst af fjallasýninni, spilað borðtennis og jafnvel fengið lánaða bók á bókasafninu. Kristján Sigurjónsson gefur út ferðavefinn Túristi og þar geturðu lesið meira tengt ferðalögum til útlanda. Baðströnd í borginni Í Stokkhólmi eru nokkrar ljómandi bað- strendur og í skerjagarðinum fyrir utan eru óteljandi huggulegar eyjar. Mynd Henrik Trygg Heimamenn í Toronto kalla hverfið austur af miðborginni, The Beaches. Mynd Doug Brown Við Arena Badeschiff safnast Berlínarbúar saman þegar hitinn er kominn vel yfir tuttugu gráður og jafnvel enn hærra. Það getur nefnilega orðið ansi heitt í höfuðborg Þýskalands.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.