Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 12.07.2013, Qupperneq 46
46 bíó Helgin 12.-14. júlí 2013 Pitt hefur þegar lýst áhuga á því að gera framhalds- mynd þar sem honum þykir enn margt ósagt úr bók Brooks.  Frumsýnd World War Z s aga uppvakninga í kvikmyndum er orðin nokkuð löng en þessi óféti hafa lengst af staðið í skugga vampíra, varúlfa, geðtruflaðra morðingja og annarra erkiskrímsla ekki síst þar sem zombíurnar eru sjarmalausar með öllu og hafa ekki boðið upp á mikil tilþrif. Vegur uppvakninganna hefur þó vaxið jafnt og þétt á síðustu árum og þeir eru orðnir ansi frekir til fjörsins. Þeir voru í forgrunni gamanmyndanna Shaun of the Dead (2004) og Zombieland (2009) og í Warm Bodies (2013) sýndi ungur uppvakn- ingur á sér óvenju mannlega hlið þegar hann varð ástfanginn og fangaði hjarta mennskrar stúlku. Þá er ónefndur hinn geysivinsæli sjónvarpsþáttur The Walking Dead sem hefur gert stormandi lukku en hann byggir á samnefndum myndasögum. Í World War Z tekur leikstjórinn Marc For- ster (Quantum of Solace, The Kite Runner, Stranger Than Fiction, Finding Neverland, Monster's Ball) snúning á uppvakningunum í mynd sem gerð er eftir samnefndri skáld- sögu Max Brooks. Framleiðsluferli myndar- innar var brösótt og því var fyrirfram ekki búist við miklu en World War Z hefur komið skemmtilega á óvart, fengið fína dóma og almennt lagst vel í áhorfendur. Brad Pitt leikur aðalhlutverkið í myndinni, Gerry Lane, sérfræðing á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem reynir að stöðva útbreiðslu uppvakninganna í æsilegu kapphlaupi við tímann. Framtíð mannkyns er í húfi en Gerry þarf einnig að hafa áhyggjur af sjálfum sér og fjölskyldu sinni þar sem zombíurnar eira engu. Pitt hefur þegar lýst áhuga á því að gera framhaldsmynd þar sem honum þykir enn margt ósagt úr bók Brooks. Brooks þessi er sonur gamanleikarans og leikstjórans Mel Brooks og Anne Bancroft og þrátt fyrir líf- lega æsku og fjörugt uppeldi horfir hann á skuggalegri hliðar en foreldrarnir og hefur löngum verið hugfanginn af uppvakningum. Brooks segist líta á uppvakninga sem raun- verulega ógn og þess vegna skrifaði hann The Zombie Survival Guide árið 2003 þar sem hann tíndi til góð ráð til þess að lifa af í heimi fullum af zombíum. World War Z gerist síðar þegar uppvakningaplágan er orðin óvið- ráðanleg og aðeins 90 dagar eru til stefnu til þess að kveða ófögnuðinn niður, annars eru dagar mannkyns taldir. Aðrir miðlar: Imdb: 7,3, Rotten Tomatoes: 68%, Metacritic: 63% Uppvakningar, eða zombíur, eru lífseig hryllingsmyndaskrímsli. Þessi ógeð eru lifandi dauð og eigra stefnulaust um í leit að holdi til þess að gæða sér á en illu heilli bíður þeirra sem verða fyrir biti uppvaknings að breytast í heiladauða mannætu og óhætt er að segja að þegar zombíuplágan fer af stað breiðist hún hratt út. Í World War Z er jörðin undirlögð af zombíum en sjálfur Brad Pitt reynir að bjarga því sem bjargað verður. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Uppvakningaplágan heldur áfram Brad Pitt berst vonlítilli baráttu fyrir framtíð mannkyns gegn öflugri uppvakningaplágu sem er komin úr böndunum með til- heyrandi skelfingu. Löggustelpur sýna klærnar  Frumsýnd The heaT Sandra Bullock, drottning rómantísku gamanmynd- anna, hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið og gufaði hálfpartinn upp eftir að hún hlaut óskarsverð- laun fyrir leik sinn í The Blind Side 2010. Stjarna hennar féll álíka hratt og hún reis í kjölfar Speed. Hún þurfti nauðsynlega á góðri mynd að halda og virðist heldur betur hafa fundið taktinn á ný við hlið hinnar stór- fyndnu Melissu McCarthy en í The Heat leika þær ólíkar lögreglukonur sem neyðast til að snúa bökum saman. Leikstjórinn Paul Feig, sem sló í gegn með Bridesma- ids þar sem McCarthy fór einmitt mikinn, leikstýrir The Heat en myndin hefur gengið svo vel að þegar er farið að vinna drög að framhaldi. Bullock leikur ferköntuðu alríkislögreglukonuna Sarah Ashburn sem þarf að starfa með geðvondri rannsóknarlögreglu í Boston sem McCarthy leikur. Þeim er falið að hafa hendur í hári fíkniefnabaróns en þeirra helsti vandi er að báðar eru þær einfarar sem kunna illa við að vinna með öðrum þannig að sam- starfið fer ekki vel af stað. Aðrir miðlar: Imdb: 7,1, Rotten Tomatoes: 62%, Metacritic: 59% Sandra Bullock og Melissa McCarthy eru í miklu stuði í The Heat.  Bíódómur: The lone ranger Brokkgeng eyðimerkurferð Framleiðandinn Jerry Bruckheimer, leikstjórinn Gore Verbinski og Johnny Depp hafa malað sjálfum sér gull með fjórum bíómyndum kenndum við Pirates of the Caribbean. Þeir halda hér samstarfinu áfram en eru komnir á sléttur Texas í villta vestrinu þar sem hinn sögufrægi lagavörður The Lone Ranger tekur harkalega á vondum mönnum. Armie Hammer er frekar litlaus og bragðdaufur í titilhlut- verkinu og þjáist í skugga Johnny Depp sem er í miklum ham sem indíáninn Tonto. Hann má samt fara að hugsa sinn gang þar sem munurinn á sjóræningjanum Jack Sparrow og Tonto er lítill og Depp leikur Tonto eins og hann sé enn með tremma og sjóriðu eftir Sparrow. The Lone Ranger hefur auðvitað alla burði til þess að halda uppi góðri hasarmynd en þeir Bruckheimer og Verbinski eru ekki flinkir sögumenn og festast hér í flóknu handriti í stað þess að einbeita sér að því sem þeir kunna best; spennu og látum. The Lone Ranger er þó ekki alslæm og tekur spretti af og til með vel útfærðum hasaratriðum og þokkalegu gríni. Þessir sprettir eru bara of stuttir og allt of langt á milli þeirra. Þórarinn Þórarinsson 

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.