Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 12.07.2013, Qupperneq 50
 samskiptatæknin mótar samfélögin og mennina Ekkert er óbreytt – en hvað hefur breyst? e inhvern tímann var það svo að hugsun barst ekki milli manna nema þeir hittust. Þá gat heldur enginn varðveitt hugsun sína lengur en hann mundi og lifði. Eða komið henni lengra en hann gat gengið. Slíkt mannfélag er samfélag ólæsis. Sögur berast á milli manna; skoðanir, afstaða og fréttir. Við getum kynnst svona samfélögum með því að ferðast út fyrir Vesturlönd og að- eins út fyrir alfaraleið. Það er tiltölulega stutt að fara þangað sem meginstraumar hugsunar berast frá manni til manns; þar sem ritaður texti, bækur og blöð skortir útbreiðslu og afl til að hafa mótandi áhrif á samfélagið. Upp- söfnunaráhrif textans virka ekki; þar sem leggja má eina hugsun ofan á þá sem áður var sett fram. Reyndar getum við líka rekið nefið inn í svona ólæsissamfélög hér heima. Hér eru allskyns menningarpollar sem byggja miklu fremur á sannfæringarkrafti kaffitímans en skipulagðri framsetningu og lestri texta. Sum okkar lifa að mestu í svona ólæsis- pollum. Öll okkar að ein- hverju leyti. Texti veldur byltingum Í ólæsispollum innan okkar samfélags ræður yfirleitt sá háværi og sterki; en í rót- grónum ólæsissamfélögum halda ættirnar og þorpin samfélaginu saman. Þótt þessi samfélög séu ólæs á texta geta þau verið fluglæs á margt annað; og betur læs en við sem burðumst með aldalanga textamenn- ingu. Ritaður texti skapar hins vegar svigrúm fyrir félagslegt rót; hann getur haldið skikki í samfélagi á fleygiferð. Ólæsið er hins vegar fastheldið og þolir minni röskun. Þetta á við um samfélög; en ekki síður um fólkið. Innreið ritmáls í samfélög er svo afdrifarík að hún leiðir án undantekninga til byltinga. Kristin kirkja er slík bylting og líka Islam. Þessi fyrirbrigði urðu til þegar textinn var lítt fleygur; var bundinn við uppskrifuð handrit. Það voru aðeins stærstu stofnanir sem náðu árangri með þeirri tækni. Og sú tækni hlaut að geta af sér stórar stofnanir. Við munum aldrei vita hvort kom á undan; hænan eða eggið. Prent leiðir til byltingar fjöldans Kaþólska kirkjan missti tök á norðanverðri Evrópu vegna prenttækninnar. Með prentinu var hægt að koma texta milli manna án þess að eiga klaustur (sem lögðust að mest niður í kjölfarið). Prentið var ódýrt og kom textanum því til stærri hóps; gerði þjóðtungur að rit- máli vegna þess að textinn náði út fyrir þá sem kunnu latínu. Í fyrstu dró prentið úr valdi kirkjunnar og þar með jókst vald kónganna. En á endanum felldi prentið kóngana. Það leiddi borgara- stéttina til áhrifa. Eftir því sem prent varð ódýrara gat það af sér persónulega tjáningu; gat af sér einstaklingsbundna heimssýn. Fram að því hafði heimsmynd verið á verk- sviði stofnana. Loks gat prentið af sér dagblöðin og fjöl- miðlun. Í upphafi voru blöðin aðeins upp- skriftir af umræðuefnum spjallhópa og skila- boð milli félagsmanna; en þegar einhverjum datt í hug að auglýsa opnunartíma búðar innan um fréttirnar öðluðust sneplarnir sjálf- stæðan fjárhagsgrundvöll. Dagblöð eru í eðli sínu texti niðurgreiddur af auglýsingum og geta borið hann víðar og til fjölmennari hóps en ella. Dagblöð geta meira að segja farið til þeirra sem biðja ekki um þau. Dagblöðin voru forsenda þess að hægt var að berja saman ólíka hópa fólks undir sam- eiginlega afstöðu og hugmyndir. Þau voru suðupottur félagslegrar deiglu nítjándu aldar en gátu líka af sér fjöldamenningu og fjölda- framleiðslu. Og það er ekki hægt að halda saman þjóðríkinu án þeirra. Byltingarmönnum verður líka bylt Vegna fólksflutninga úr sveit í borg og færslu fólks úr lágstéttum upp í menntaðar millistéttir; var mikil þörf og eftirspurn eftir vegvísum alla tuttugustu öldina. Fólk var villt og fjölmiðlar vísuðu veginn: Sögðu fólki hvað var mikilvægt og eftirsóknarvert á nýjum slóðum. Takmörkuð burðargeta dreifikerfa sjón- varps, útvarps og dagblaða leiddi til fákeppni og einsleitni, sem eðli auglýsingamarkaðar- ins ýtti undir (þar eignast sigurvegarinn allt). Stóru fjölmiðlarnir urðu bæði málamiðlun milli sundurleitra hópa sem þeim var ætlað að þjóna og eins sú innri málamiðlun, sem fylgir stórum framleiðslueiningum. Í dag eru þeir að mestu orðnir síendurteknar og keimlíkar sviðsetningar gamalla umfjöllunarefna. Netið hefði því ekki mátt koma korteri seinna. Á skömmum tíma hefur það orðið svo til ókeypis og takmarkalaust dreifikerfi sem nær um allan heim. Það ber ekki bara ritaðan texta heldur hljóð, mynd og hreyfingu. Netið kollvarpar því öllu sem völd og áhrif gömlu miðlanna byggði á. Ýmiss einkenni sem við þekkjum úr ólæsis- samfélögum einkenna netið. Sögur ferðast frá manni til manns fremur en að þeim sé varpað yfir lýðinn (sem er jákvætt) en það er líka eins og hvaða vitleysa sem er geti magnast upp (sem er neikvætt). En í þessari hringiðu eiga sér stað fæðingarhríðar nýs samfélags sem við greinum ekki alveg. En gamla samfélagið er alla vega dautt. Það getur ekki lifað tæknina sem byggði það upp. Upplýsingabyltingin sem lifum hefur breytt öllu eðli samskipta í samfélaginu. Forsendur áhrifastöðu fjölmiðla sem áttu sinn blómatíma í fáeina áratugi á síðustu öld eru brostnar. Allt er þetta gaman og gleðilegt; nema hvað enginn veit hvert þetta leiðir. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Páll Magnússon, maðurinn með sann- leikaröddina sem ætíð á sömu stund dagsins sannlega segir okkur hvað helst er í fréttum (úr púlti sem minnir á predikunarstól); er að verða álíka úreltur og vaktmenn sem gengu um bæinn, slökktu gasljós og hrópuðu hóhóhó; komið er náttmál. s norri Sturluson stóð á tímamótum þar sem það var skyndilega mögulegt, tæknilega og fjárhagslega; að flytja það sem áður hafði verið varðveitt í munnlegri geymd yfir í texta. Sumt af því sem hann flutti yfir landa- mærin var mótað af þörfum munnlegrar geymdar; stuðlað, rímað og/eða bundið háttum til að auðvelda sagna- mönnum frásögnina. Annað var frjálsara og óbundið; og af því spratt það besta sem ritað var til forna; stíll sem hæfði nýrri tækni. En samtími Snorra ýtti með öðrum hætti undir að munnleg geymd yrði fest á skinn. Snorri lifði skil í sögunni; gamall tími var líða undir lok og nýr að rísa; tími nýrra herra með þörf fyrir nýja sögu — miklu fremur en að menn hafi viljað muna gamla tíð, hennar vegna. Á sama tíma og það sem ritað var á Sturlungaöld tryggði varðveislu sagna og hug- mynda; þá varð þessi ritun án efa til að flýta fyrir gleymsku annars sem féll á óæðri sess; varð óviðurkennd saga og óverðug. Vald yfir sögunni er afleiðing af efnahagslegum yfirburðum. Í tíð Snorra gátu sterkefnaðar íslenskar ættir staðið fyrir sagnaritun og handritauppskriftum; svipað og kirkjan í Evrópu á sama tíma. En aðeins um skamma hríð. Og kirkjan hérlendis varð aldrei svo stöndug að geta leikið eftir gullöld efna- ættanna. Nokkrum kynslóð- um eftir Snorra var helsta sagnageymd Íslendinga aftur orðin munnleg; bundin staðlaðri hrynjandi, stuðlum og rími. Með innreið hugmynda um þjóðlega endurreisn réðst Jónas Hallgrímsson gegn hinni munnlegu geymd í Fjölni; hafnaði rímunum sem úrkynjun og hrakyrti stórstjörnu þeirra; Sigurð Breiðfjörð (Bubba Morthens þess tíma). Síðan þá höfum við trúað að menning okkar sé fyrst og fremst bundin textanum. Sem er náttúrlega óttalegt bull. Fjölnir og Fjölnismenn; sjálfstæðisbaráttan er af- kvæmi hagkvæmrar prentun- ar, svo ódýrrar að þokkalega stæðir borgarar gátu gefið út blöð. Í fyrstu nýttu upp- lýsingarmenn sér tækifærið til að skrá niður fróðleik en það var ekki fyrr en menn komust upp á lag með fleyta áfram skoðunum með ódýru prenti að valdaskipti urðu í samfélaginu. Það voru róm- antískar og fullyrðingasamar skoðanirnar sem felldu kon- ungsvaldið og komu borgara- stéttinni til valda; ekki upp- lýst þekking. -gse  frá snorra að Jónasi Börn tæknibyltinga Snorri Sturluson starfaði við að flytja munnlega geymd yfir í texta. Nú er vöntun á fólki sem kann að losa hugsunina úr hlekkjum textans. Jónas Hallgrímsson nýtti sér áróðursafl ódýrrar prentunar. Ég er svo gamall að ég man þegar tölvuumbrotið breytti mönnum úr textagerðarmönnum í blaðamenn. Áður var framleiðsla á blöðum margslungið ferli og verkskipt og ekki á færi nema allra voldugustu útgáfufélaganna að koma saman góðu blaði; skynsamlega og fallega framsettu. Dagblaðaútgáfa krafðist fyrirtækis; helst samstæðu. Með tölvuumbrotinu breyttist þetta. Einn maður gat ritstýrt, skrifað og brotið um blað. Það var hægt að reyna nýjungar oftar; læra hraðar af mistökum og í raun semja blaðið beint á síðurnar. Með þessu fækkaði málamiðlunum milli ólíkra hópa; blöðin urðu svipsterkari og fengu sterkari karakter; urðu jafnvel persónulegri og skarpari; nánast lyktuðu af stemningu og stíl. Með því að losna undan fyrirtækjauppbyggingunni urðu blöðin sveigjanlegri tjáningatæki. Þau voru ekki lengur vettvangur málamiðlunar vegna kostnaðar og þunglama- legrar framleiðslu. Við megum ekki láta það blekkja okkur þótt flest blöð haldi í þennan þunglamahátt; þau halla sér upp að þeim stíl í von um virðingu sem loðir við gamlar venjur. Undanfarið hafa sjónvarp og kvikmyndir gengið í gegnum svipaða tæknibyltingu; og líklega mun áhrifameiri. Alla síðustu öld var kvikmyndagerð og sjónvarpsrekstur svo fjárfrekur og umfangsmikill rekstur að hann rúmaðist ekki nema í stórfyrirtækjum með tilheyrandi leiðindum. Þetta hefur markað sögu sjónvarps og kvikmynda. Tjáning í gegnum þessa miðla er oftast svo almenn af málamiðlunum milli ólíkra afla að það er eins og hún velli áfram án þess að fólkið hafi þar nokkur áhrif. Það þurfti egómaníaka til að brjóta þessi kerfi undir einn vilja svo úr yrði eitthvað sem líktist persónulegri tjáningu. Með ódýrari tækni við að taka upp hreyfanlegar myndir og engum kostnaði við að dreifa þeim um netið munu bæði sjónvarp og bíó gerbreytast. Þetta verða ekki lengur tjáningartæki stórfyrirtækja og stórmenna; heldur í raun þægilegra tjáningarform fyrir flesta en textinn einn og ber (sem fáir hafa gott vald á vegna takmarkana). Fólk flutti fréttir og sögur með texta vegna þess að annað var ófram- kvæmanlegt. Nú er svona fleyting sagna lengra en líkaminn drífur ekki lengur bundinn texta og því er ástæðulaust að láta hann takmarka sögurnar. Um það mun bíó og sjónvarp framtíðarinnar snúast; ekki það að viðhalda málamiðlunum fyrirtækja á sagnamennsku í hreyfanlegum myndum. -gse  yfirstandandi tæknibylting í sJónvarpi og bíó: Lausn frá stofnun og stórmennum Erich von Stroheim mætti í reiðstíg- vélum með písk í vinnuna; valdatákn þess sem tjáir sig með því að aga þúsundir og brjóta þær undir sinn vilja. Brautarholti 8 Mán. - fim. 9-17 Föstud. 9-16 sími 517 7200 / www.ferdakort.is 50 samtíminn Helgin 12.-14. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.