Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Page 52

Fréttatíminn - 12.07.2013, Page 52
 Í takt við tÍmann Jökull JúlÍusson Ótrúlega góður í borðtennis Jökull Júlíusson er 23 ára Mosfellingur sem starfar í sumar sem flokksstjóri í unglingavinnunni hjá Mosfellsbæ. Jökull er söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo sem hefur slegið í gegn í sumar með nýrri nálgun sinni á laginu Vor í Vaglaskógi. Lagið hefur verið á toppi vinsældalista Rásar 2 undanfarnar vikur auk þess sem myndband með laginu hefur verið skoðað um 20.000 sinnum á YouTube og horft hefur verið á upptöku af flutningi sveitarinnar á laginu á Rás 2 yfir 50.000 sinnum. Staðalbúnaður Eins og er þá er ég að vinna sem flokksstjóri í ung- lingavinnunni hjá Mosfellsbæ og klæðnaðurinn því í samræmi við það. Íþróttabuxur, peysa og regn- stakkurinn hefur einnig nýst vel þetta sumarið. Venjulega kýs ég aftur á móti gallabuxur og skyrtu dags daglega. Ég kaupi föt nokkuð víða en reyni að kaupa merki eins og Levi´s og fleiri sem standa fyrir sínu þegar að buddan leyfir. Hugbúnaður Ég reyni að hugsa um heilsuna og hreyfa mig. Finnst mjög gott að fá mér Sushi og einnig eru nautasteikurnar á Argentína Steakhouse í miklu uppáhaldi. Ég drekk álíka mikið af rauðu og hvítu. Ef ég fer út á lífið drekk ég oftast gin&tónik eða vodka&tónik. Ég elska gott gin. Mér finnst miður hversu oft það er landabragð af drykkjum þegar maður pantar sér til dæmis g&t niðrí bæ. Ég kann að meta góðar kvikmyndir og heimildar- myndir en horfi annars nánast ekkert á sjónvarp. Ég hef gaman af íþróttum og það kemur mörgum á óvart hversu góður ég er í borðtennis. Við spilum einmitt reglulega uppí vinnu þegar tími gefst. Vélbúnaður Ég nota helst vörur frá Apple. Ég á Imac sem nýtist vel og síðan fékk ég mér nýverið Iphone til að vera hluti af snjallsímamenningunni. Það auðveldar óþægilegar þagnir og eirðarleysi. Veit samt ekki hversu góð sú þróun er. Aukabúnaður Ég elda mjög lítið, enda ekkert rosalega efnilegur í þeim málum. Davíð trommari sér oftast um að elda þegar hljómsveitin er annars vegar. Bestu skyndibitastaðirnir finnast mér Haninn, Serrano og Saffran. Skyndibitastöðunum er líka alltaf að fjölga hér í Mosó en ég er enn að bíða eftir að eitthvað af fyrrnefndu komi í sveitina. Ég á ekki bíl en kærastan er á ódrepandi Corollu og ég er duglegur að þiggja far frá meðal annars henni og áðurnefndum Davíð.  appafengur SeatGuru Ferðalangar at- hugið: Þetta app ku vera nauð- synlegt fyrir alla þá sem fljúga. Sjálf flýg ég ekki mikið en vin- kona mín sem er nýkomin úr hálfgerðri heims- reisu og ferðast oft með flugvél- um mælir alveg sérstaklega með þessu appi. Við könnumst öll Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is við að vera pirruð í flugi því það er svo lítið fóta- pláss eða út af því að það er stöðugur straumur á salernið sem er einmitt við hliðina á þínu sæti. Með SeatGuru getur þú sett inn upplýsingar um þitt flug og fengið í staðinn að vita með hvernig flugvél þú flýgur og skoðað kort með sætunum. Með því að smella á sætin færðu upplýsingar um þau, hversu þægileg eða óþægileg þau þykja, og þessar upplýsingar getur þú notað ef þú vilt bóka sérstakt sæti í vélinni. SeatGuru býður nú upp á kort af 700 helstu flugvélategundunum hjá um 100 flugfélögum. Aukakostur við appið er að þegar þú bíður á flugvellinum eftir þinni vél sérðu í símanum þínum út um hvaða hlið þú átt að fara og appið lætur þig vita ef fluginu seinkar. Jökull Júlíusson hefur gert stormandi lukku í sumar með félögum sínum í Kaleo og útgáfu þeirra af hinu sígilda lagi Vor í Vagla- skógi. Mynd/Teitur 4G hneta 12.990 kr. með þjónustusamningi í áskrift. Fullt verði í áskrift og frelsi: 19.990 kr. Stærst i skemmt istaður í heimi! Þjónustusamningur í áskrift er til 6 mánaða, greitt með kreditkorti auk 325 kr. greiðsludreifingargjalds. Nánari upplýsingar á nova.is. 4G pungur 6.990 kr. með þjónustusamningi í áskrift. Fullt verði í áskrift og frelsi: 12.990 kr. 10X meiri hraði en með 3G pung! Taktu 4G pung eða hnetu með í fríið! Hægt að netteng ja allt að 10 tæki (WiFi) 4G pung og hnetu er hægt að nota bæði á 4G og 3G þjónustusvæði Nova. Sjá nánar á www.nova.is. 52 dægurmál Helgin 12.-14. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.