Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 8
Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@ frettatiminn.is Afar eru eitthvað sem allir ættu að eiga. Stundum er eins og þeir viti allt. Og ef þeir vita það ekki þá þegja þeir bara. Þeir leyfa manni að prófa borvél, kveikja í grillkolum og annað sem lætur mann halda að maður sé fullorðinn í smá stund. Þeir leyfa manni að fíflast. Svo þegar þeir hækka róminn þá verður maður aftur þægur, alveg um leið. Þegar einhver er leiðinlegur þá er alltaf hægt að hringja í afa. Afar eiga að búa við öryggi. ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS - Hnappur sem getur bjargað þínu lífi og þinna nánustu. V ið höfum áhyggjur af því innan ESB hversu fáar konur sækja í nám tengt upplýsingatækni. Tækni er stór hluti af daglegu lífi flestra og kon- ur ættu að sjálfsögðu að taka þátt í hönnun búnaðarins,“ segir Agnés Hubert jafnréttissérfræðingur hjá framkvæmdastjórn ESB en hún var stödd á Íslandi á dög- unum á vegum Evrópustofu og hélt fyrirlestra í Reykjavík og á Akureyri. Agnés telur að upp að vissu marki sé hægt að stuðla að jafnrétti með lagasetningu eins og til dæmis hafi verið gert um hlut- fall kvenna í stjórnum fyrirtækja. „Lagasetning myndi þó ekki virka á sama hátt til að fá fleiri konur í raunvísindagreinar. Til þess henta átaksverkefni betur þó að þau beri ekki alltaf tilætlaðan árangur. Eftir fjármálakreppuna er einmitt mjög mikilvægt fyrir okkur að vega og meta hvað virkar og hvað ekki svo fjármunum í þessum málaflokki sé vel varið.“ Í Fréttatímanum í síðustu viku kom fram að konur hafi aðeins verið um 13 prósent útskrifaðra úr háskólanámi í tölvunarfræði á Íslandi á síðustu fimm árum. Að sögn Agnésar hafa verið ýmis átaksverkefni á vegum ESB til að hvetja fleiri konur í vísindi al- mennt á öllum stigum menntunar. „Það eru ákveðnar hugmyndir um staðalímyndir ríkjandi sem hafa þau áhrif að kynin halda sig innan ákveðinna starfsstétta. Möguleik- arnir ættu að vera öllum opnir, óháð kyni.“ Framkvæmdastjórn ESB stendur fyrir ýmsum verkefn- um tengdum jafnrétti. Meðal þeirra er átaksverkefnið Female Entrepreneurship Ambassadors en það felur í sér að konur sem stofnað hafa farsæl frumkvöðla- fyrirtæki eru nokkurs konar nýsköpunarsendiherrar og hvetja aðrar konur til að stofna sín eigin fyrirtæki. Fulltrúar verkefnis- ins halda fyrirlestra í grunn- og mennta- og háskólum og deila reynslu sinni með það að mark- miði að telja öðrum konum kjark til að feta sömu slóð. Frá stofnun Evrópusambands- ins árið 1957 hafa sáttmálar þess kveðið á um launajafnrétti og hafa jafnréttismál verið meðal helstu stefnumála sambandsins. Þó er staðan sú að innan fram- kvæmdastjórnarinnar er einungis þriðjungur framkvæmdastjóranna konur eða níu af tuttugu og sjö. Agnés telur stöðuna óheppilega en að þó beri að hafa í huga að staðan núna sé mun betri en áður. „Aðildarríkin tilnefna sína fram- kvæmdastjóra sjálf en Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, hefur þrýst mjög á þau að tilnefna konur.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  Jafnréttismál agnés Hubert sérfræðingur HJá eVrópusambandinu Virk barátta og lagasetning Innan aðildarríkja ESB eru uppi áhyggjur af því hversu fáar konur sækja í nám í tæknigreinum. Agnés Hubert, jafnréttissér- fræðingur hjá framkvæmdastjórn ESB, segir jafnréttismál alla tíð hafa verið hluta af sáttmálum sambandsins og að mikilvægt að eyða ríkjandi staðalímyndum um kynskiptar starfsstéttir. Agnés Hubert, jafnréttissérfræðingur hjá framkvæmdastjórn ESB, segir mikilvægt að konur taki þátt í hönnun tæknibúnaðar, meðal annars vegna þess að tækni sé hluti af daglegu lífi flestra. Ljósmynd/Hari. Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík söfnuðu um 145 milljónum til ýmissa góðgerðarmálefna á síðasta ári, að því er kemur fram í ársskýrslu bandalagsins. Hæstu upphæðinni safnaði Hringurinn eða 135 millj- ónum. Barnaspítali Hringsins fékk 70 milljónir af þeirri upphæð í tilefni af 10 ára afmæli sínu og 70 ára afmæli Barnaspítalasjóðsins. Hringurinn styrkti einnig ýmsar aðrar heil- brigðisstofnanir svo sem skurðstofu Landspítalans í Fossvogi, Háls- nef og eyrnadeild barna og Meðgöngu og sængurkvennadeild Landspítalans. Önnur aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík styrktu ýmis mál- efni á árinu og má þar nefna sérdeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir fatlaða nemendur sem hlaut spjald- tölvu að gjöf frá kvenfélögum hverf- isins. Kvenfélag Hallgrímskirkju veitti ungri stúlku í Kenýa styrk fyrir gervihandlegg auk þess sem Dyngjan, áfangaheimili fyrir konur, og Átröskunarteymi Landspítalans fengu styrki frá Hvítabandinu. Thor- valdsenssjóðurinn styrkti sykursjúk börn og unglinga til sumardvalar og Kvenfélagið Silfur styrkti Líf, styrkt- arfélag kvennadeildar Landspítalans, svo nokkur dæmi séu nefnd. Aðildarfélög Bandalags kvenna í Reykjavík eru fimmtán talsins og beita margvíslegum fjáröflunarleið- um, svo sem útimörkuðum, rekstri verslana, eins og Thorvaldsensbas- arsins í Austurstræti og verslunar Hvítabandsins í Furugrund. Félögin halda happdrætti og bingó, ásamt því að selja kaffi, kökur og prjónavörur. Kvenfélagið Silfur, sem er yngsta félagið, hefur meðal annars haldið galakvöld og fatasölur í Kolaportinu í sinni fjáröflun.  góðgerðarmálefni aðildarfélög bandalags kVenna í reykJaVík Söfnuðu 145 milljónum á síðasta ári Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Ingibjörg Birna Kjart- ansdóttir stjórna Bingói hjá kvenfélaginu Silfri þar sem safnað var fyrir Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Vilja auka menntun Norðlendinga Menntamálaráðuneytið hefur sett af stað sér- stakt tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi í samvinnu við Háskólann á Bifröst. Verkefni þetta er liður í átaki til þess að hækka menntunar- stig í íslensku atvinnu- lífi og eitt af nokkrum verkefnum sem sett voru af stað í framhaldi af kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í maí 2011 og ætlað er að stuðla að vexti og við- gangi atvinnulífsins. Meginmarkmiðið er að kanna þörf fyrir menntun meðal einstaklinga og fyrirtækja í kjördæminu, stuðla að auknu sam- starfi framhaldsskóla og háskóla á svæðinu, kanna þörf fyrir námsstyrki og þróa aðferðir við mat á fyrra námi og reynslu inn í hið hefðbundna skólakerfi. -sda Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskól- ans á Bifröst. Ljósmynd/Hari Lagasetning myndi ekki virka til að fá fleiri konur í raunvísindagrein- ar. Til þess henta átaksverkefni betur þó þau beri ekki alltaf tilætl- aðan árangur. 8 fréttir Helgin 28.-30. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.