Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 50
50 heilsa Helgin 28.-30. júní 2013  Heilsuverslun systrasamlagið vill stuðla að jafnvægi Fólk þarf að taka á stressinu  Heilsa jóga og ljúfir tónar utandyra næsta laugardag Fjölskyldujóga í Viðey Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Öflugt gegn blöðrubólgu ROSEBERRY Virkar innan 24 tíma 2-3 töflur fyrir svefn Fæst í apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is einungis unnið úr safa ungra grænna kókoshneta himneskt.is Fjölskyldujógatími verður á túninu við Viðeyjarstofu næsta laugardag frá klukk­ an 13:00 til 14:00. „Í Viðey ætlum við að gera jógaæfingar, fara í leiki, syngja, hugleiða og slaka vel á í lokin við tóna gongsins. Markmiðið er að þátttakendur tengjist í kærleika og hlæi saman,“ segir Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jóga­ kennari. „Gong er risastórt hljóðfæri og tónar þess framkalla aukna slökun líkam­ ans og hvíla hugann. Fyrr í sumar lék ég á gong á hugleiðslu námskeiði í Viðey og þar var lítil stúlka sem sofnaði við gongið sem var mjög fallegt," segir Arnbjörg. Fólk á öllum aldri er velkomið í jógatím­ ann í Viðey og eru æfingarnar skipulagð­ ar þannig að börn fimm ára og eldri geti tekið fullan þátt. Yngri börn eru einnig velkomin en gætu þurft á aðstoð foreldra að halda við jógaæfingarnar. Jógatíminn kostar 500 krónur og er nauðsynlegt að þátttakendur skrái sig fyrirfram en hægt er að senda skrán­ ingar á netfangið akk@graenilotusinn.is. Nánari upplýsingar má nálgast á heima­ síðunum www.graenilotusinn.is og www. videy.com Í lok fjölskyldu jógatímans munu þátt- takendur slaka á við ljúfa tóna hljóðfærisins gong. Mynd/Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir. Þ að sem við erum mikið að hugsa um er að fólk taki á stressinu,“ segja systurnar Guðrún og Jó­ hanna Kristjánsdætur en þær stofnuðu nýverið Systrasamlagið á einum fall eg­ asta stað á Seltjarnarnesinu. Systr­ unum hefur tekist að tryggja frábært vöruframboð í lítilli heilsuvörubúð og kaffihús til að næra líkama og sál. Í Systrasamlaginu er hægt að versla dýrindis heilsudrykki, hollustusnarl, heilsuvörur, alvöru kaffi, nýbakað bakkelsi og það sem er nýtt á Íslandi, jógafatnað sem hægt er að nota við ýmis tækifæri fyrir fólk sem vill gera jóga hluta af sínu lífi. Guðrún og Jóhanna ákváðu að opna búðina á æskuslóðum en þær ólust upp sem börn á þessu svæði þar sem amma og afi þeirra bjuggu og störfuðu. Þreyttir jóga­, líkamsræktar­ og sund­ garpar geta nú svalað þorsta sínum með heilsudrykk og fengið sér hollan bita í stað skyndibita. „Margir eru hissa á því að upplifa eitthvað nýtt, okkur hefur verið vel tekið og kaffið spyrst vel út, við erum með baunir frá Mið­Ameríku sem eru lífrænt vottaðar hér á landi en eru ekki komnar á markað,“ segir Guðrún og er þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem Systrasamlagið hefur nú þegar fengið frá því það hóf starfsemi þann 15. júní. Jóhanna hefur mikla reynslu af heilsueflingu, heilsuvörum og jóga og telja systurnar að jóga eigi að vera hluti af lífi fólks. Taka þurfi á stress­ inu og til þess þurfi að róa hugann og vera í núinu. Telja þær að ekki sé nóg að stunda líkamsrækt heldur geti jóga verið mikil heilsubót fyrir sálina. Í Systrasamlaginu er til dæmis til sölu nýjung í jógafatnaði. Um er að ræða nýjan fatnað sem passar vel við hælaskó og konur geta notað til að mæta endurnærður í vinnuna eða í veisluna eftir jógatímann. Systurnar hafa einnig til sölu íslenska hönnun í vörum til jógaiðkunar, eins og hug­ leiðslupúða og flothettur ásamt ýmsum öðrum vörum eins og jógadýnur, te og jurtir. Systurnar eru ánægðar með þá þróun sem er að eiga sér stað. Áhugi á jóga, sem og hollu líferni, sé að aukast hjá ungu fólki. „Heilsuvörur eru vinsælli hjá stelpum en strákarnir eru að taka við sér og margir farnir að stunda jóga,“ segir Guðrún og bætir við að mikil vitundarvakning sé hjá karl­ mönnum varðandi heilsuna sem sé góð þróun. „Tvítugt fók hugsar mun meira um heilsuna í dag heldur en foreldrar gerðu á þeirra aldri,“ segir Guðrún og hlakkar til að vera í Systrasamlaginu í sumar. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Systur tvær umbyltu gamalli sjoppu og breyttu í sannkallað heilsu- hof. Systrasamlagið nefnist heilsuversl- unin og kaffihúsið sem þær reka af mikilli ástríðu. Þær segja mikilvægt að róa hugann og vera í núinu til þess að ná jafnvægi. Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur bjóða upp á nýjungar í vörum fyrir jógaiðkendur auk heilsuvarnings hvers konar og holl- ustuskyndibita. Mynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.