Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 40
40 heimili Helgin 28.-29. júní 2013  Húsgögn Kraum selur íslensKa Húsgagnaframleiðslu  Hönnun gólf- og veggflísar Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is Er vagninn rafmagnslaus Frístunda rafgeymar í miklu úrvali ? Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.. S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is e rla Sólveig Óskarsdóttir hönnuður hefur nú sett í framleiðslu stofuborð sem smíðuð verða hér á landi. Borðin eru í tveimur stærðum og má fella hið minna inn í hið stærra, líkt og gömlu inn- skotsborðin, sem svo vinsæl voru á árum áður, að sögn Erlu. „Þau eru þannig gerð að þau ná yfir sófann og því er gott að nota þau til að borða við eða sem tölvuborð,“ segir hún. Borðin má fella saman og fer lítið fyrir þeim í flutningum. Erlendir ferðamenn hafa tekið borðunum af miklum áhuga en þau eru seld í hönn- unar- versluninni Kraum í Aðalstræti. Borðin eru smíðuð í Vogum á Vatnsleysu- strönd, þar sem Erla segist hafa fundið mjög færa smiði. Hún hefur einnig hannað sófa í sömu línu en framleiðsla á honum er ekki enn komin af stað. Frum- gerð sófans er þó til sýnis í Kraum og kannar Erla nú hvar hentugast væri að framleiða hann, hvort sem er hér á landi eða erlendis, og þá til að mynda í Danmörku. Aðspurð segir Erla um- hverfi hönnuða á Íslandi mjög ábótavant og mikill inn- flutningur húsgagna standi þeim fyrir þrifum. „Opinberir aðilar þurfa að breyta hugarfari sínu og marka sér þá stefnu að kaupa einungis íslensk hús- gögn líkt og dönsk yfirvöld hafa gert. Mér finnst sorglegt að sjá dönsk húsgögn í opinberum byggingum hér á landi, sem er svo algengt, í stað þess að sjá fallega, íslenska hönnun. Það myndi breyta miklu fyrir hönnuði og einnig yrði íslensk framleiðsla þannig sýnilegri. Það má ýmsu koma til leiðar með hugarfarsbreytingu,“ segir hún. Erla stefnir á áframhaldandi þróun á þessari húsgagnalínu og gæti hugsað sér að framleiða borðin í ýmsum litum og viðarteg- undum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Íslenskt stofuborð úr Vogunum Erla Sólveig Óskarsdóttir húsgagnahönnuður fann flinka smiði í Vogum á Vatnsleysuströnd til að framleiða stofuborðin sem hún hefur hannað. Hún leitar nú að framleiðanda fyrir sófann sem hannaður er við borðin. Erla Sólveig Óskarsdóttir húsgagnahönnuður við borðin og sófann sem eru í nýrri húsgagnalínu sem hún hefur hannað. Einungis borðin eru komin í framleiðslu enn sem komið er. Marokkósk mynstur á gólfið Eitt af því heitasta í innanhússhönnun um þessar mundir eru gólf- og veggflísar í marokkóskum stíl. Meðal veitingahúsa sem skarta slíkum flísum er kaffihúsið í Iðuhúsinu á Lækjargötu og nýr veitinga- staður og gúrme-verslun sem bráðlega mun opna í nýju hóteli í Kirkjuhvoli við Dómkirkjuna. Flísar í þessum stíl brjóta upp nútímalegan og mínimalískan stíl sem hefur verið allsráðandi undanfarin ár og virka í hvaða herbergi sem er, jafnt í eldhús, baðherbergi og stofu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.