Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 42
42 gönguferðir Helgin 28.-30. júní 2013  GönGuferðir rósa siGrún Jónsdóttir er nýkomin frá HornbJarGsvita Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.isFERÐAFÉLAG ÍSLANDS Seiðmagn óbyggðanna Ferðafélag Íslands hefur gefið út Seiðmagn óbyggðanna, ferðaþætti eftir Gerði Steinþórsdóttur. Einstakar ferðalýsingar Gerðar að mestu byggðar á greinum hennar sem birtust í Morgunblaðinu undir heitinu ,,Á slóðum Ferðafélags Íslands.“ Fæst á skrifstofu FÍ Mörkinni 6 og í helstu bókabúðum. r ósa Sigrún Jónsdóttir, myndlistarmaður og leið-sögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, drakk í sig ást á náttúru og útivist með móðurmjólkinni. „Ég er alin upp í sveit þar sem ég elti kýr og kindur fram yfir tvítugt, var alltaf úti og í sterku sambandi við náttúruna. Í uppeldi mínu var hálendið sveipað dýrðarljóma og við reyndum að fara í hálendis- ferðir á hverju sumri,“ segir hún. Rósa Sigrún er gift Páli Ásgeiri Ás- geirssyni sem hefur skrifað fjölda leiðsögubóka um Ísland. Hann starfar einnig sem leiðsögumaður, er mikill náttúruunnandi og náðu þau strax saman þegar þau kynnt- ust árið 1987. „Eftir það höfum við verið með gönguskóna á fótunum,“ segir Rósa. Þau hjónin fara mikið saman í ferðir og nú á miðvikudagsmorgn- inum sneru þau aftur heim eftir að hafa verið leiðsögumenn í fjögurra daga gönguferð með starfsmönn- um Arion-banka á Hornströndum. „Við fórum með þrjátíu manna hóp norður á Hornbjargsvita. Þetta var alveg dýrðleg ferð. Fyrst er ekið til Ísafjarðar, farið með bát inn í botn Lónafjarðar og þaðan er gengið 12 kílómetra með dagpoka yfir á Hornbjargsvita.“ Þar er hús frá árinu 1930 með gistiaðstöðu fyrir allt að fimmtíu manns með eldhúsi og öllum búnaði. „Þetta er í raun eins og stórt heimili við ysta haf,“ segir Rósa. Frá Hornbjargsvita fóru þau síðan með hópinn í dags- ferðir út frá vitanum. „Þarna iðar allt af lífi, fuglinn í björgunum, refurinn og yrðlingarnir, og gróð- urinn bókstaflega sprettur upp undan fótum manns.“ Spurð hver sé uppáhalds staðurinn hennar á Íslandi til að fara í gönguferður segir hún óhikað: „Í augnablikinu er þetta í mestu uppáhaldi.“ Hún kom fyrst til Hornstranda árið 1998. Í framhaldinu skrifaði Páll Ásgeir ferðahandbók um Hornstrandir og gengu þau þar mikið til að afla efnis í bókina sem inniheldur kort, ljósmyndir og aðrar upplýsingar. „Við fórum þangað í marga rannsóknarleið- angra og höfum bundist svæðinu tryggðarböndum og reynum að fara þangað allavega einu sinni á ári,“ segir hún. Rósa bendir á að þó víða á Hornströndum séu bæði nýjar og gamlar göngugötur sé þetta ekki auðvelt gönguland, svæðið sé grýtt og mikið um göngur upp og niður. Þetta henti því ekki fólki nema í góðu formi. Fjögurra daga ferðin sem þau eru nýkomin úr hófst á 12 kíló- Hálendið sveipað dýrðarljóma Rósa Sigrún Jónsdóttir heillaðist ung af náttúru og útivist. Hún er nýkomin frá Hornbjargsvita þar sem hún var leiðsögumaður hjá hópi starfsmanna Arion-banka. Eiginmaður hennar, Páll Ásgeir Ásgeirsson, er einnig mikill útivistarmaður og hafa þau nánast verið með gönguskóna á fótunum frá því þau kynntust. Rósa Sigrún Jónsdóttir ásamt eigin- manni sínum, Páli Ásgeiri Ásgeirssyni. Bæði eru þau miklir göngugarpar. Ljósmynd/Jón Smári Einarsson metra dagleið. Á degi tvö var far- inn langur hringur út á Hornbjarg þar sem gengnir voru um 20 kíló- metrar. Þriðji dagurinn var róleg- ur, þau heimsóttu eyðibýli, kynntu sér refarannsóknir og skoðuðu náttúru og dýralíf í Hrolleifsvík og Bjarnarnesi. Fjórði dagurinn var heimfarardagur. Þá tók trússbátur allt dótið og flutti til Ísafjarðar en hópurinn gekk yfir Kýrskarð, nið- ur í Höfn í Hornvík og um Hafnar- skarð niður í Veiðileysifjörð. Fjallgöngur eru líf og yndi þeirra hjóna. Páll Ásgeir stýrir verkefninu „Eitt fjall á viku“ hjá Ferðafélagi Íslands og er Rósa þar fararstjóri. Þau eru saman með fjölda fastra gönguhópa sem þau ganga með, aðallega dagsferðir á veturna en lengri ferðir á sumrin. Með fram þessu sinnir Rósa mynd- listaráhuga sínum og er að fara að opna sýningu í Slunkaríki á Ísafirði með verkum tileinkuðum vestfirskum fjöllum þar sem hún blandar saman bróderingu og blýantsteikningu. Annars gengur lífið sinn vanagang hjá þeim hjónum, þau eru saman með fjölda fastra gönguhópa sem þau ganga með, aðallega dagsferðir á veturna en lengri ferðir á sumrin. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Bróderuð blýantsteikning eftir Rósu af Traðarhyrnu í Bolungarvík. Gönguhópur rakst á lágfótu í Hornvík. Refurinn er eina villta landspendýrið þegar hér var numið land. Ljósmynd/Jón Smári Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.