Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 26
www.utilif. is Futura 28 Frábær nettur dagpoki í styttri dagsferðir. Verð: 22.990 kr. Futura 32 Vinsælasti dagpokinn. Verð: 24.990 kr. Aircontact pro 55+15sl Frábær burðarpoki fyrir dömur í lengri göngur. Verð: 49.990 kr. Aircontact 65+10 Margverðlaunaður bakpoki sem hentar vel í lengri ferðir. Verð: 46.990 kr. Berðu þig vel Mest verðlaunuðu bakpokar heims Á R N A S Y N IR 24. júní 2013 „Ástkæra ylhýra dagbók. Vörslukona hugsana minna. Viskubrunnur minn. Hvar hugsanir mínar sökkva til botns og glóa í eilífðinni. Ég er fullnægður. Ánægður og glaður. Átti góðan dag. Borðaði morgunmat með kollega mínum í ríki Dana. Þar er margt rotið sem fyrr. Einkum tungan. Danir tala eins og þeir séu með rotna tungu. Danska hljómar eins og síðasta setningin sem uppvakningur segir í bíómynd áður en tungan dettur út úr honum. Svo er þessi forsætis- ráðherra líka hálf rotin. Sósíaldemókrat. Sem merkir líklega vinstri hluti Samfylkingarinnar. Við áttum einn slíkan. En hentum honum. Kjósendur grýttu Helle um daginn. Ekki bara stjórnarandstaðan heldur kjósendur. Kjósendur elska mig. Alveg saman hvernig stjórnarandstaðan innan og utan RÚV lætur. Ég tala skiljanlegt mál. Leigubílstjórísku sem allir skilja. Líka á Útvarpi Sögu. Ég næ að snerta samvisku og hjarta þjóðarinnar. Þess hluta þjóðarinnar sem hefur sam- visku og hjarta. Þeir samvisku- og hjartalausu þola mig ekki. En ég læt það toga mig niður. Kveð and- stöðuna niður með kjarnyrðum. Með orðum mínum safna ég saman þrám og draumum þjóðarinnar og lem stjórnarandstöðuna með þeim. Húðstrýki þau. Ekki blíðlega. Annars var ég góður með Helle. Þarna sat ekki fyrrum nýlendubúi hjá herra sínum. Engin Nkrumah í heimsókn hjá Bretadrottningu. Nei, þarna var kominn sannur Íslendingur og góður heimsborg- ari. Ólafs Ragnars-style. Ég benti henni á ýmislegt sem betur mætti fara í ríki Dana. Hver væru helstu mistök þeirra í gegnum tíðina. Og benti henni svo á Ísland sem gott fordæmi um flesta hluti. Hældi henni síðan fyrir að hún hefði ekki misst niður norrænan blæ dönskunnar..."“ Þannig hófst dagbókarfærsla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, á vef Fréttatímans, frettatiminn.is daginn eftir fund hans með forsætis- ráðherra Dana, Helle Thorning-Schmidt. Eins og áður hefur komið fram er það ekki Sigmundur sjálfur sem skrifar dagbókina, heldur er hún spéspegill – til þess gerð að gera lífið skemmtilegra. 25. júní 2013 „Kæra dagbók. Ég hlunkaðist niður í dag. Eins og ég hef verið kátur undanfarið. Mér hefur liðið í marga daga eins og ég gæti allt og væri með allt á hreinu. Svo í dag var eins og úr mér allur vindur. Missti mig meira að segja í snúðaát. Át tvo snúða. Ég má ekki borða snúða. Þeir fara ekki af mér. Ég er 20 kílóum þyngri en ég ætti að vera. Ef ég vil vera vel fyrir innan kjörþyngd. Í góðu líkamlegu standi til að sitja næstu 40 árin í stjórnarráðinu. Þessi 20 kíló eru cirka 250 snúðar. Sem ég hef einhvern tímann borðað og vilja ekki fara. Örlítil fróun en endalaus byrði. Ég þarf að hlaupa upp á Litlu kaffistofu til að losna við einn snúð af mér. Til að losna við alla þessa snúða þyrfti ég að róa á kajak í kringum landið. Eða labba norður á Melrakkaslettu eins og Steingrímur J. Fram og til baka. Ég má ekki borða snúða. Fyrst og fremst vegna þess að ég nenni ekki að losa mig við þá. Ég er bara ekki sú týpa. Ég myndi aldrei láta sjá mig hlaupa út á götu. Í þröngum gammósíum. En þetta láta menn hafa sig út í. Það er í raun sorglegt að ég skuli ríkja á tímum þar sem fólk lætur svona. Það hefði hentað mér betur að ríkja á kransæðatímanum. Þegar almennilegir karlmenn átu saltkjöt, reyktu sígarettur og hreyfðu sig ekki nema við engjaslátt. Fengu slag fyrir sjötugt. Það er ekki gott að vera 38 ára forsætisráðherra umkringdur af öldruðum mönnum sem gera allt til að halda í heilsuna. Eins og þeir ætli að halda sér frískum til níræðs. Eftir 10 ár verða 5 Sigurðar Líndalir í hverjum kvöldfréttatíma. Eftir 20 ár verður það einhver Sigurður Líndalurinn sem les fréttirnar. Og kynnir viðtal við einn Sigurð Líndalinn enn. Kannski mæti ég í ræktina þegar ég verð kominn yfir fimmtugt. Dauðhræddur um að yngri menn hafi mig undir. En kannski verð ég bara eins og Davíð. Maður sér hann ekki fyrir sér á hlaupabretti. Halldór Ásgrímsson lét mynda sig í ræktinni. Hljóp á bretti eins og hamstur. Það er eitthvað bogið við samfélag sem vill hafa hamstur sem forsætisráðherra. Erfiða án sýnilegs árangurs. Kófsveittan við að eyða orku sinni til einskis. Davíð hefur aldrei látið sjá sig sveittan. Hann heldur sér í formi með reiðinni. Reiður maður brennur orku á við mann við erfiðisvinnu. Það er hinn sanni íslenski kúr. Að borða feitt ket en brenna orkunni í ergelsi...“ 23. júní 2013 „Ágæta dagbók. Afhverju er ekki Jónsmessuávarp for- sætisráðherra? Ágætu landsmenn. Ég ávarpa ykkur á þessum tímamótum þegar sólin rís hæst og nóttin hefur hopað. Og svo bla bla bla. Áramót, 17. júní og svo tveir eldhúsdagar. Þetta er ekki nóg. Prestar predika á hverjum sunnudegi. 52 sinnum ár ári. Þrettán sinnum oftar en forsætisráðherra. Samt stendur þjóðkirkjan höllum fæti. Ekki furða þótt stjórnmálin séu lítils- virt. Ég mun allavega ávarpa þjóðina 1. desember. Á fullveldisdaginn. Eiginlega er þessi stjórn fullveldis- stjórnin. Mynduð til að standa vörð um fullveldið. Sem kratarnir vildu fórna. Fyrir evru. Sem mun brátt verða einskis virði. Ég finn hjá mér löngun til að ávarpa. Ég er ekki eins mikið fyrir að tala við fólk og áður. Það var á In Defence-árunum. Þá var ég til í að sitja í hópi og spjalla. Ráðgera. Skipuleggja. Ég finn mig ekki í því lengur. Leiðist þegar menn heimsækja mig á skrif- stofuna og láta eins og við ætluðum að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu. Mér líður betur með að ávarpa menn. Standa við stólinn minn og skýra framtíðina út fyrir mönnum. Mér nægir að fólk kinki kolli. Ég þarf ekki klapp. En ég þoli ekki þegar fólk ætlar að grípa boltann og rekja hann lengra. Ef boltinn ætti að fara lengra hefði ég farið með hann þangað. Verst á ég með að þola þegar fólk segir einmitt, en... Og svo einhver endemissteypa...“ 21. júní 2013 „Kæra dagbók. Jeg var sáttari í dag. Æ, þetta er hall- ærislegt. Ég held áfram að skrifa ég með é-i. Jeg er of tilgerðarlegt. En það er þjóðlegt. Mig vantar eitt- hvað svona tákn. Ég kann ekki zetu. Og það er of til- gerðarlegt að nefna sig Sigmundr. Ég þarf hins vegar eitthvað. Eitthvað sem bendir til djúpra róta í þjóðlegri menningu. En ég er sáttari í dag. Skemmti mér vel í þinginu. Það er eiginlega minn heimavöllur. Þjark á málfundi. Þar er ég góður. Ég er eiginlega betri í and- stöðu en í stjórn. Og ég ætla að efla mig í henni. Vera í andstöðu við stjórnarandstöðuna. Stjórnarandstöðu- andstæðingurinn ég. Þegar stjórnarandstaðan ræðst að mér ætla ég að læðast bak henni og höggva. Afhjúpa veilur í málatilbúnaðinum. Draga fram hvað raunveru- lega býr að baki orðunum. Gallinn er náttúrlega sá að þegar ég er í stjórnarandstöðuandstöðu þá er enginn í stjórn. Enginn leiðtogi. En hver vill svo sem vera leið- togi? Leiðtogi er sá sem allir geta hallmælt. Og hrækt á eftir. Auk þess vill enginn leiðsögn. Íslendingur spyr ekki til vegar. Þeir vilja villast á eigin forsendum. Ég get alveg labbað á undan, en það mun enginn fylgja mér...“ „Annars var ég góður með Helle“ Dagbókarfærslur í nafni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á vef Fréttatímans, frettatiminn.is 26 dagbækur Helgin 28.-30. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.