Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 4
 Skuldir Heimilanna Skuldarar berjaSt við dróma Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðasmára Mjódd Álftamýri 15% afsláttur af öllum pakkni ngum Afslátturinn gildir út júní. veður FöStudagur laugardagur Sunnudagur V 3-10 m/s. skúrir og hiti 8-15 stig, hlýjast Na-laNds. höfuðborgarsVæðið: V 5-8 m/s og skúrir. Hiti 9-13 stig. V 3-8 m/s. skýjað með köflum eN smá skúrir V-til. hiti 10-17 stig. höfuðborgarsVæði : V 3-5 m/s. skýjað og smá skúrir. Hiti 9 til 13 stig. . hæg sV-átt og skýjað eN síðdegisskúr- ir Víða um laNd. hiti 10 til 16 stig. höfuðborgarsVæði : V 3-5 m/s og skúrir síðdegis. Hiti 10 til 14 stig. . suðvestanátt átt og skúrir suðvestanátt og skúrir um allt land, en þó þurrt austantil fram yfir hádegi. milt í veðri. dálitlar skúrir V-til á morgun, en skýjað með köflum a-lands og síðdegisskúrir á sunnudag. 10 9 13 14 11 10 10 13 14 10 11 11 14 15 11 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is m ér er aftur farið að líða eins og stofnanabarni, segir Guðmundur Har- aldsson. Honum finnst hann álíka vanmáttugur og bjargarlaus í viður- eigninni við Dróma, fyrirtækið sem innheimtir kröfur hins fallna banka SPRON og hann var sem barn á vistheiminum íslenska ríkisins. „Ég virðist engan rétt hafa gagn- vart Dróma. Þeir bera enga ábyrgð og fara eftir sínum geðþótta.“ Árið 2005 tók Guðmundur 12,6 milljóna króna myntkörfulán hjá SPRON til að endurfjármagna verð- tryggð lán sem hvíldu á íbúð sem hann á í Kópavogi. Hann segir að sér hafi verið ráðlagt að taka lánið, það væri skynsamlegt. Enginn hafi varað við því að hætttulegt væri að skulda í erlendum myntum þegar tekjurnar væru í íslenskum krón- um. Íbúðin er nú metin á svipaða fjárhæð og 2005 en lánið stendur í um 25 milljónum, að mati Dróma. Guðmundur, sem er búinn að borga um sjö milljónir af láninu, átti áður um helming af verði íbúðarinnar en sú eign er horfin. Hann berst enn við að standa í skilum en Hæstirétt- ur telur að lánið hafi verið löglegt. Guðmundur segir einkennilegt að sum af þessum lánum hafi verið dæmd lögleg en önnur ólögleg, þótt lánin séu með sömu uppbyggingu en eilítið mismunandi orðalagi í lánasamningum. „Þetta er klárlega mismunun en Hæstiréttur dæmir þetta svona,“ segir Guðmundur. „Ég hef enga leiðréttingu fengið," segir Guðmundur. Hæstiréttur telur að sams konar lán og hann tók lögleg. Hann gagnrýnir að hann hafi ekki fengið að vita þegar Drómi felldi einhliða niður sam- komulag um að hann mætti borga 6.000 krónur á mánuði af hverri milljón meðan málið væri í bið. Nú séu innheimtuaðgerðir gegn fólki komnar í gang aftur af fullri hörku. Guðmundur er ekki einn þeirra 160 einstaklinga sem fengu endurút- reikninga sem nú er búið að fella niður eins og sagt var frá í fjölmiðl- um á dögunum. „Þetta er sagt löglegt og við sem neytendur virðumst ekki hafa nokkurn rétt. Það er brotið á mann- réttindum okkar. Ég hef verið í fjár- hagslegri gíslingu í á fimmta ár.“ Guðmundur segist orðinn lang- þreyttur á að bíða eftir því að skuldunautar Dróma fái að njóta sama réttlætis og þeir sem skulda stóru bönkunum – að ógleymdum almennu niðurfærslunum sem fólki er lofað af nýrri ríkisstjórn. „Ég er neytandi sem samdi við banka- stofnun, sem var bæði undir eftirliti frá ríkisstofnun sem heitir FME, og starfaði í skjóli laga um neytenda- vernd. Bankinn brást og ríkið brást og lántakendur eiga að taka á sig allt hrunið og Drómi, sem er inn- heimtustofnun, innheimtir af fullri hörku. Þeir bera enga ábyrgð og sækja öll mál af hörku en ég þarf að sækja minn rétt og borga lögmanni 20.000 krónur á tímann til að verja mig." Þótt Drómi hafi samskipti við skuldara og annist innheimtu eru það ýmist erlendir sjóðir eða þá dótturfélög Seðlabankans og Arionbanki sem eiga nú kröfurnar og fá peningana sem Drómi inn- heimtir, segir Guðmundur. Mikið hefur verið þrýst á stjórnmálamenn að tryggja skuldunautum Dróma sömu stöðu og það fólk hefur sem tók lán í stóru bönkunum þremur - en án árangurs. Og Guðmundur segir að honum finnist hann aftur lentur í klónum á kaldlyndu og sinnulausu yfir- valdi, líku yfirvaldinu sem rak vist- heimili barna hér á árum áður og tók þá Guðmund og bróður hans frá berklasjúkum foreldrum. Þá var foreldrunum bannað að heimsækja þá bræður af því að tilfinningasam- band barnanna við foreldra sína væri of sterkt. Áratugir liðu áður en Guðmundur fékk sanngirnisbætur eftir dvölina á vistheimilinum og hann hefur ekki gefið upp von um að hafa líka sigur að lokum í barátt- unni gegn Dróma, sem tekur mikið af tíma hans og annarra aðstand- enda baráttusamtakanna Samstaða gegn Dróma. Pétur gunnarsson petur@frettatiminn.is Líður aftur eins og stofnana- barni eftir slaginn við Dróma Guðmundur Haraldsson segir að staða sín í baráttunni við Dróma og sinnuleysi yfirvalda minni sig á þá stöðu sem hann hafði þegar hann var barn á illræmdum vistheimilum ríkisins. guðmundur haraldsson starfar í hópnum samstaða gegn dróma og hefur ekki gefið upp von um að þeir sem drómi innheimtir skuldir hjá fái að njóta sömu rétt- inda og viðskiptavinir stóru bankanna þriggja. Mynd/Hari UNesCo hefur samþykkt umsókn Þjóðskjalasafns um að manntalið 1703 verði sett á heimsminja- skrá. manntalið 1703 er líklega elsta manntal í heimi, sem enn er varðveitt, þar sem getið er allra þegna heillar þjóðar með nafni, aldri og stöðu. Það er einstök heimild um íslenskt þjóðfélag í upphafi 18. aldar. ákvörðun um að taka manntalið spratt af bágbornu efnahags- ástandi landsins og harð- indum í lok 17. aldar. árni magnússon prófessor við kaupmannahafnarhá- skóla og Páll Vídalín varalögmaður fengu það verkefni að kanna ástand og efnahag landsins og taka manntal. Hagstofa íslands gaf manntalið út í prentuðum heftum á árunum 1924-1947, sem síðar voru sam- einuð í bókarform. árið 2001 var manntalið 1703 í fyrsta sinn birt notendum alnetsins á vef Þjóðskjalasafns íslands. Núna er stafræn gerð manntalsins á mann- talsvef Þjóðskjalasafns, manntal.is kalla eftir tillögum vegna Feneyjartvíærings 2015 Nýtt fyrirkomulag verður við val á fulltrúa íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2015. í fyrsta sinn er kallað eftir tillögum sem valið verður úr. með nýja fyrirkomulaginu er horfið frá því lokaða ferli sem hingað til hefur verið viðhaft við val á fulltrúa íslands að því er kemur fram í tilkynningu frá kynn- ingarmiðstöð íslenskrar myndlistar. ekki er óskað eftir ábendingum heldur samstarfs- aðilum sem munu fylgja verkefninu eftir til enda og eru listamenn, sýningarstjórar, listfræðingar, söfn og sýningarstaðir sérstaklega hvött til að senda inn tillögur. Undanfarin ár hefur fagráð kynningarmið- stöðvarinnar valið fulltrúa íslands og mun nýja fyrirkomulagið ekki leysa fagráðið af hólmi, heldur veita fólki tækifæri til að koma verðugum verkefnum á framfæri. -dhe Ferðaþjónustan leggst gegn einokun samtök ferðaþjónustunnar skora á Vegagerðina að falla frá samningi við samband sveitarfélaga á suðurnesjum um almenningssamgöngur á milli suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Samningurinn felur m.a. í sér einkaleyfi á akstri á milli Flugstöðvar leifs eiríks- sonar(Fle) og reykjavíkur og telja sam- tökin nauðsynlegt að fella það ákvæði niður þar sem ekki eru forsendur fyrir einokun á leiðinni, enda er samkeppni til staðar sem sinnir þjónustu við flug- farþega,“ segir í tilkynningunni. í áliti samkeppniseftirlitsins var mælst til þess að Vegagerðin taki samninginn þegar til endurskoðunar og stöðvi framkvæmd útboðsins. Það hefur innanríkisráðherra sömuleiðis gert. manntalið 1703 á heimsminjaskrá uNesCo Í vikunni kom fram að Drómi hafi sent um það bil 160 einstaklingum, sem fengið höfðu endurútreiknuð myntkörfulán í kjölfar árna Páls- laganna svokölluðu bréf þar sem endurútreikningurinn var aftur- kallaður. lánin yrðu innheimt í samræmi við upphaflegar kröfur. „Mín viðbrögð eru þau að mér finnst þetta algerlega með ólíkindum. mér er nánast orða vant yfir þessu og tel þetta algjörlega óásættanlegt,“ segir ásta sigrún Helga- dóttir, umboðsmaður skuldara í samtali við rúV um málið. Hún segir að drómi eigi að einbeita sér að því að gera kröfur á ríkið en ekki fjölskyldur og einstaklinga. drómi gegnir sama hlutverki og slit- astjórnir bankanna; að gæta hagsmuna kröfuhafa sProN og Frjálsa fjárfestingar- bankans með því að hámarka verðmæti eigna þrotabúanna. kröfuhafarnir, sem drómi vinnur fyrir, eru erlendar fjár- málastofnanir, dótturfélög seðlabanka íslands og arionbanki. Þeir einstaklingar sem drómi hefur innheimt hjá gengis- tryggð lán hafa lengi talið sig bera skarðan hlut frá borði og segjast ekki njóta fullra réttinda heldur hafi þeir mun lakari stöðu en lántakar stóru bankanna þriggja. lánin sem gömlu viðskiptabankarnir veittu eru ekki í umsjón slitastjórna heldur hluti af eignum nýju bankanna sem voru búnir til á rústum hinna gömlu. eins og kunnugt er var mjög misjafnt orðalag í lánasamn- ingum myntkörfulánanna og hafa sumar tegundir þeirra verið dæmdar ólögmætar en aðrar ekki. Drómi er slitastjórn fyrir SPRON og Frjálsa 4 fréttir Helgin 28.-30. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.